Ljósanótt

Landsbankinn er aðalbakhjarl fjölskyldu- og menningarhátíðarinnar Ljósanætur í Reykjanesbæ.

Ljósanótt 2016


Ljósanótt í Reykjanesbæ er ein af stærri bæjarhátíðum landsins og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem fjölskyldu- og menningarhátíð. Ljósanótt verður nú haldin í sautjánda sinn dagana 1.-4. september 2016. Landsbankinn er aðalbakhjarl hátíðarinnar.

Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða hefur aukist ár frá ári. Myndlist, götuleikhús, fjölbreytt barnadagskrá, fornbílasýning og ótal margt fleira er í boði. Á föstudags- og laugardagskvöld verða haldnir stórtónleikar með úrvali tónlistarmanna. Ljósanótt lýkur að venju með glæsilegri flugeldasýningu og lýsingu Bergsins.

Dagskrá Ljósanætur

Harmonikkutónlist og skemmtun fyrir börnin

Auk þess að vera aðalbakhjarl Ljósanætur býður Landsbankinn upp á tónlistarflutning í útibúinu að Krossmóum föstudaginn 2. september og skemmtun fyrir börnin á hátíðarsvæðinu laugardaginn 3. september.

Dagskrá á vegum Landsbankans:

  • Föstudagur kl. 15
    Harmonikkuleikarinn Margrét Arnardóttir skapar létta og skemmtilega stemmingu, veitingar í boði.
  • Laugardagur kl. 11-18
    Hoppukastali Sprota á hátíðarsvæðinu. Sproti kíkir í heimsókn og heilsar upp á káta krakka klukkan 15.

Landsbankinn óskar Suðurnesjamönnum og öðrum gestum Ljósanætur gleðilegrar hátíðar.

Landsbankinn áfram aðalbakhjarl

Landsbankinn er sem fyrr aðalbakhjarl Ljósanætur. Stuðningur bankans og annarra samstarfsfyrirtækja var staðfestur með táknrænni undirritun á risablöðrum sem sleppt verður á opnunarhátíð Ljósanætur. Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans, segir það vera sérstakt ánægjuefni fyrir bankann að koma að hátíðinni með myndarlegum hætti enda félli slíkt vel að markmiðum bankans um samfélagslega ábyrgð.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Einar Hannesson útibússtjóri Landsbankans undirrita samstarfssamning um Ljósanótt