Leggðu góðu málefni lið

Leggðu góðu málefni lið er þýðingarmikil þjónusta í netbönkum einstaklinga og fyrirtækja. Þar er hægt að gerast áskrifandi að mánaðarlegum stuðningi við hátt í 100 góð málefni eða styrkja þau með stakri millifærslu. Hver króna skilar sér til málefnanna. Það er auðvelt að skipta máli.

Þjónustan

Það er mjög auðvelt að hefja mánaðarlegan stuðning við góð málefni eða styrkja með stöku framlagi. Það er líka mjög auðvelt að hætta ef svo ber undir. Notendur bera engan kostnað við að styrkja málefni sín.

Nánar um þjónustuna

Málefnin 

Hægt er að velja milli fleiri en 80 góðra málefna í þjónustunni Leggðu góðu málefni lið. Hvergi fæst betri yfirsýn hvaða málefni hægt er að styrkja. Það er auðvelt að byrja og auðvelt að hætta.

Nánar um öll málefnin sem hægt er að styrkja

Viðtölin 

Í lífinu skiptast á skin og skúrir. Hér á vefnum eru ítarleg viðtöl við tólf einstaklinga sem glíma við erfiðleika í lífi sínu, hver á sinn hátt. Landsbankinn tileinkar þennan vefhluta því fólki og félögum sem helga líf sitt og starfsemi því að styðja við bak þeirra sem á þurfa að halda. Það skiptir máli! 

Sigtryggur Magnason rithöfundur tók viðtölin en Ari Magg tók ljósmyndirnar.

Lesa viðtölin

Kynntu þér málið