Hinsegin dagar

Landsbankinn styður réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og hefur um margra ára skeið verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga og Gay Pride.

Stoltur bakhjarl Hinsegin daga

Landsbankinn er stoltur bakhjarl Hinsegin daga. Í ár stóð hátíðin dagana 2.-7. ágúst en einn hápunktur hennar var gleðigangan og metnaðarfull hátíðardagskrá á Arnarhóli laugardaginn 6. ágúst.

Auk þess að styðja hátíðina með fjárframlagi hefur Landsbankinn tekið að sér að dreifa dagskrárriti hátíðarinnar í öllum útibúum bankans í því skyni að kynna hátíðina enn betur um land allt. Þá skartar starfsfólk í öllum útibúum fallegu lyklabandi í regnbogalitunum með starfsmannakortinu sínu til að sýna stuðning í verki.

Vefur Hinsdegin daga


Starfsfólk Landsbankans með regnbogaband um hálsinn. Frá vinstri eru: Elín Dóra Halldórsdóttir, Erna Guðrún Sigurðardóttir, Hulda Klara Lárusdóttir og Berglind Guðmundsdóttir.