Eitthvað annað - samkeppni

Matís og Landsbankinn stóðu í fyrsta sinn, haustið 2013, fyrir nýsköpunarkeppni fyrir viðskiptahugmyndir, í matvæla- og líftækniiðnaði, sem byggðar eru á íslensku hráefni eða hugviti. Samkeppninni er ætlað að vera öflugur hvati við uppbyggingu fyrirtækja og þróun verkefna í matvæla- og líftækniiðnaði með það að markmiði að auka varanlega verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi.

Samkeppnin ber yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað“ og vísar til þess að umræðu um nýjungar í atvinnulífi lýkur oft á þann hátt að „hægt sé að gera eitthvað annað“. Þetta óskilgreinda sem margir tala um en hafa ekki nafn yfir. Í þessari samkeppni er tækifæri til að gera „eitthvað annað“.

Í verðlaun eru 1.000.000 kr. frá Landsbankanum auk aðstoðar sérfræðinga Matís við þróun viðskiptahugmyndar að upphæð 2.500.000 kr. og aðstöðu í húsakynnum Matís. Framúrskarandi viðskiptahugmyndir fá tækifæri til að kynna fyrir völdum fjárfestum.

Samhliða keppninni verður aðstandendum tíu efstu viðskiptahugmyndanna boðið upp á fræðslu um þróunar- og framleiðsluferla í matvæla- og líftækniiðnaði auk fræðslu um áætlanagerð viðskiptahugmynda og fjárfestakynningar.

Aðstandendur keppninnar ætla henni að vera öflugur hvati til uppbyggingar lítilla og meðalstórra fyrirtækja á sviði matvæla og líftækni, með það að markmiði að auka varanlega verðmætasköpun á Íslandi.

Umsóknarfrestur er liðinn  

Sigurvegari nýsköpunarkeppninnar

Sigurvegari nýsköpunarkeppninnar var fyrirtækið Þoran sem þróar nú framleiðslu á íslensku gæðaviskí úr byggi.

Nánar um sigurhugmyndina

Efstu viðskiptahugmyndirnar 2013

Umsókn

 • Umsóknarfrestur er liðinn.
 • Teymi frá Landsbankanum og Matís annast yfirferð og mat umsókna.
 • Dómnefnd skipuð aðilum frá Landsbankanum, Matís auk óháðra fagaðila sér um val á verðlaunahafa.
 • Sigurvegari hefur verið valinn.

Verkefni sem koma til greina

Opið er fyrir allar hugmyndir á sviði matvæla- og líftækni sem eiga erindi á markað og byggja á íslensku hráefni eða hugviti.
Hugmyndir sem koma til greina eru: 

 • Ný viðskiptahugmynd - unnið úr íslensku hráefni.  
 • Þekkt viðskiptahugmynd - vörur/ferlar erlendis yfirfærð á íslenskt hráefni.

Umsókn

 • Nota skal eftirfarandi uppsetningu við umsóknaskrif. 
 • Hámarksfjöldi blaðsíða er 15.

Mikilvægt er að hafa í huga að gæði umsóknar getur ráðið úrslitum þegar um er að ræða sambærilegar viðskiptahugmyndir eða verkefni.
Telji dómnefnd gæði umsókna ekki fullnægjandi áskilur hú sér rétt til að hafna öllum umsóknum.


Við mat á viðskiptahugmyndum er koma til greina verður einkum litið til:

 • Hvort viðskiptahugmyndin sé áhugaverð á sviði matvæla og líftækni.
 • Hvort teymið/frumkvöðull sé vel hæfur og líklegur til að ná árangri.
 • Framkvæmdalýsingar sem fylgir hugmyndinni. 
 • Markaðar og væntrar tekjumyndunar.
 • Nýnæmis viðskiptahugmyndar. 
 • Hvort viðskiptahugmyndin eigi erindi við alþjóðlegan markað eða sé nýjung hér á landi. 
 • Hvort viðskiptahugmyndin sé líkleg til að skila tekjum innan tveggja ára. 
 • Áhrifa vörunnar á umhverfi og samfélag yfir allan lífsferil hennar; allt frá öflun hráefnis, framleiðslu, sölu, notkunar og eyðingar.
 • Atvinnusköpunar.  

Hafðu samband

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum varðandi umsóknir til Páls Gunnars Pálssonar verkefnastjóra hjá Matís nyskopun@matis.is eða sendið póst á nyskopun@landsbankinn.is og við svörum þér við fyrsta tækifæri.