Viðmið UN Global Compact eru eftirfarandi:
Mannréttindi
Viðmið 1: Fyrirtæki skulu styðja og virða alþjóðlega mannréttindasáttmála.
Viðmið 2: Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.
Starfsmannamál
Viðmið 3: Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga.
Viðmið 4: Fyrirtæki tryggja afnám allrar nauðungar- og þrælkunarvinnu.
Viðmið 5: Virkt afnám allrar barnavinnu er tryggt.
Viðmið 6: Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.
Umhverfi
Viðmið 7: Fyrirtæki styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum.
Viðmið 8: Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.
Viðmið 9: Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.
Aðgerðir gegn spillingu
Viðmið 10: Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.
UNEP FI – Landsbankinn með frá byrjun
Landsbankinn var einn af stofnaðilum UNEP FI samkomulagsins árið 1992 (United Nations Environment Program Finance Initiative). Þá var samið um að Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og 190 einkafyrirtæki á fjármálasviði myndu vinna saman að því að skilja áhrif ákvarðana í fjármálaumhverfinu á umhverfis- og samfélagsmál.
Á grundvelli yfirlýsingarinnar hófu bankarnir, Deutsche Bank, HSBC Holdings, Natwest, Royal Bank of Canada og Westpac, samstarf á sviði sjálfbærrar þróunar með þátttöku UNEP.
Landsbankinn er einn af stofnendum sérstakar norrænnar deildar, Nordic group, innan UNEP FI.
Birt hefur verið á vegum UNEP FI leiðbeinandi reglur eða viðmið fyrir fjármálafyrirtæki til að framfylgja stefnu UNEP FI, t.a.m. PRI (Principles for Responsible Investment) sem fjallar um hvernig fjármálafyrirtæki horfa á samþættingu stjórnarhætta, umhverfismála og samfélagsmála í rekstri fyrirtækja við verðmat og fjárfestingar. Landsbankinn fylgir viðmiðum UNEP FI við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í bankanum.
UN PRI eru samtök fjárfesta, sjóðafyrirtækja og greinenda sem hafa það að markmiði að innleiða umhverfis- og samfélagssjónarmið, auk góðra stjórnarhátta, í ákvarðanatöku við fjárfestingarákvarðanir.
IcelandSIF, samtök um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi
Landsbankinn var einn af stofnaðilum IcelandSIF árið 2017. Tilgangur samtakanna er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.
Landsbankinn undirritaði í nóvember 2015 yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum ásamt rúmlega 100 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Festu.
ISO 26000 - Staðall um samfélagslega ábyrgð
ISO 26000 er alþjóðlegur leiðbeiningarstaðall um samfélagslega ábyrgð hjá Alþjóðlegu staðlasamtökunum, ISO. Staðallinn segir til um hvað samfélagsleg ábyrgð er og hvernig fyrirtæki eiga að haga starfsemi sinni á þann hátt. Við innleiðingu á stefnu Landsbankans um samfélagslega ábyrgð er fylgt eftir leiðbeiningarstaðlinum ISO 26000.