Jafnrétti

Jafnréttismál

Landsbankinn hefur unnið markvisst að jafnréttismálum undanfarin ár og leggur áherslu á að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafn verðmæt störf, sem og jöfn starfstækifæri. Bankinn hefur í tvígang hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og hefur hlotið jafnlaunavottun. Landsbankinn er aðili að Jafnréttisvísi Capacent sem er stefnumótun og vitundarvakning á sviði jafnréttismála.

Landsbankinn hefur það að markmiði að hlutur hvors kyns um sig í forystusveit bankans verði aldrei minni en 40%.

Jafnréttisnefnd er starfrækt innan bankans og hefur yfirsýn yfir lög og reglur sem snúa að jafnréttismálum.

Landsbankinn hefur skrifað undir Jafnréttissáttmálann (Women's Empowerment Principles – Equality means Business), alþjóðlegt átak UN Women og UN Global Compact. Með undirskriftinni skuldbindur Landsbankinn sig til að vinna að bættum jafnréttismálum innan fyrirtækisins og sýna samfélagslega ábyrgð.


Landsbankinn aðili að Jafnréttisvísi Capacent

Landsbankinn er aðili að Jafnréttisvísi Capacent. Jafnréttisvísirinn er stefnumótun og vitundarvakning á sviði jafnréttis þar sem staða jafnréttismála innan fyrirtækis er metin með ítarlegri greiningavinnu. Í kjölfarið er unnið að breytingaverkefnum og markmiðasetningu til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau.

Leitast er við að ná heildrænu sjónarhorni á jafnréttismál og eru lykilþættir sem horft er til menning, samskipti og vinnuumhverfi, stefna og skipulag, skipurit, laun og fyrirmyndir. Samkomulag um að Landsbankinn tæki þátt í verkefninu var undirritað í febrúar 2018 og hefur verið unnið að því síðan með þátttöku allra starfsmanna bankans.


Nánar um aðild Landsbankans að Jafnréttisvísi Capacent


Kynjahlutfall hjá Landsbankanum í lok árs 2019