Jafnrétti

Landsbankinn hlaut gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC árið 2015 og 2016

Landsbankinn hlaut í mars 2015 gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC, fyrstur banka á Íslandi. Landsbankinn hlaut aftur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í desember árið 2016.

Gullmerki PwC er mikilvæg staðfesting á stöðu jafnréttismála í bankanum og hvatning til að viðhalda þeirri stöðu til framtíðar. Hjá Landsbankanum er litið svo á að jafnrétti efli bankann og styrki stöðu hans í samkeppni um góða starfsmenn.

Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC er veitt fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5% og staðfestir viðurkenningin því að launamunur kynja hjá Landsbankanum er innan þeirra marka.

Í Jafnlaunaúttekt PwC er gerð grein fyrir mun á grunnlaunum, föstum launum og heildarlaunum eftir kyni, þar sem tekið er mið af aldri, starfsaldri, menntun, starfaflokki, stöðu í skipuriti og vinnustundum. 


Órofa hluti af starfsmannastefnu Landsbankans

Jafnréttisstefna Landsbankans er órofa hluti af starfsmannastefnu bankans. 

Lykilforsendur fyrir framúrskarandi árangri og góðum vinnustað eru þær að hver starfsmaður er metinn á eigin forsendum og að allir eiga jafna möguleika óháð kynferði, aldri, uppruna, kynhneigð, fötlun, trúarbrögðum eða annarrar menningarlegrar stöðu.

Bankinn setti sér sömu markmið og sett voru í samstarfssamningi Félags kvenna í atvinnurekstri, Samtaka atvinnulífs og Viðskiptaráðs Íslands frá maí 2009, þar sem tryggt skal að hlutur hvors kyns verði ekki undir 40% í forystusveit fyrirtækja.

Innan bankans er starfrækt jafnréttisnefnd og Landsbankinn hefur unnið markvisst að því að efla jafnræði innan bankans undanfarin ár.

 


Kynjahlutföll stjórnenda og starfsmanna í lok árs 2017*

*Tölfræði á við Landsbankann og framkvæmdastjóri Landsbréfa er einnig inn í tölunni um framkvæmdastjóra.


Starfsfólk í fæðingarorlofi - skipt eftir kynjum

  2013 2014 2015 2016 2017 Breyting frá 2016
Meðalfjöldi kvenna í fæðingarorlofi 24 16 17 16 11 -34%
Meðalfjöldi karla í fæðingarorlofi 9 8 7 6 6 -3%
Meðalfjöldi vikna í fæðingarorlofi - konur 42 56 59 58 37 -36%
Meðalfjöldi vikna í fæðingarorlofi - karlar 27 20 17 16 14 -11%

Konum, sem tóku fæðingarorlof árið 2017, fækkaði um 34% frá fyrra ári. Örlítil fækkun hefur orðið á þeim fjölda karla sem taka fæðingarorlof og það fæðingarorlof sem karlar taka er áfram mun styttra en kvenna.


Fræðslustundir eftir starfsheiti og kyni árið 2017

 

Hjá Landsbankanum er lögð áhersla á að konur og karlar í sömu störfum hafi sömu tækifæri til þátttöku í fræðslu. Myndin sýnir meðalfjölda fræðslustunda eftir starfsheitum og kyni. Lítill munur er á fjölda fræðslustunda kynjanna en þó hafa karlar sótt fræðslu í sem nemur 2 klst. umfram konur. Kynjamunur á meðalfjölda fræðslustunda eftir starfsheiti er á bilinu, eða 1 – 10 klst.


Kynjamunur á meðalfjölda fræðslustunda eftir starfsheiti er á bilinu 1–10 klst. Mestur er munurinn hjá sérfræðingum í framlínu þar sem konur sækja meiri fræðslu en karlar sem nemur 10 klst. Einnig sækja konur í stöðum millistjórnenda í höfuðstöðvum meiri fræðslu en karlar í sömu stöðum eða sem nemur 5 klst. Karlstjórnendur í útibúum sækja ívið meiri fræðslu en kvenstjórnendur en þar munar á bilinu 2-4 klst.


Nýráðningar í Landsbankanum 2017 - skipt eftir kynjum

Af nýráðnum starfsmönnum í árslok 2017 voru um 54 % konur og 46 % karlar.

Lausráðnir starfsmenn eru starfsmenn sem eru að hefja störf hjá Landsbankanum en þeir fá fastráðningu eftir 3 til 6 mánuði.

 

 

Jafnréttissáttmálinn

Landsbankinn hefur skrifað undir Jafnréttissáttmálann, alþjóðlegt átak UN Women og UN Global Compact. 

Nánar um Jafnréttissáttmálann