Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn skilar skýrslu um ábyrgar fjárfestingar annað árið í röð

Landsbankinn hefur skilað inn skýrslu um innleiðingu á stefnu um ábyrgar fjárfestingar til PRI (Principle for Responsible Investment). PRI eru alþjóðleg samtök fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða tiltekin grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. Landsbankinn er eina fjármálafyrirtækið á Íslandi sem hefur undirgengist viðmið PRI. Þetta er í annað sinn sem bankinn skilar inn framvinduskýrslu til samtakanna.

Tilgangur PRI er að stuðla að hagkvæmu og sjálfbæru fjármálakerfi enda leiði slíkt kerfi til ábyrgra fjárfestinga sem komi umhverfinu og öllu samfélaginu til góða. PRI voru stofnuð árið 2006 í kjölfar fundar Kofi Annan, þáverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, með nokkrum stærstu fjárfestum heims. PRI njóta stuðnings SÞ en eru ekki hluti af samtökunum. Landsbankinn fékk aðild að PRI í ársbyrjun 2013.

Landsbankinn birti stefnu sína um ábyrgar fjárfestingar haustið 2013 og hefur verið unnið að innleiðingu hennar í Eignastýringu bankans síðan. Stefnan er sett með hliðsjón af reglum PRI og tekur mið af reglum bankans sem m.a. fjalla um áhættuvilja, stórar áhættuskuldbindingar og hámark heildaráhættu, rekstraráhættu, orðsporsáhættu, lausafjáráhættu og góða stjórnarhætti.

Framvinduskýrsla vegna PRI (á ensku)

Nánar um ábyrgar fjárfestingar

Ráðstefna um ábyrgar fjárfestingar 29. september 2016

Bankinn leggur áherslu á viðræður við fjárfesta, sjóðsstjóra og fyrirtæki um hvernig best sé að innleiða ábyrgar fjárfestingar á Íslandi. Í þeim tilgangi hefur bankinn m.a. staðið fyrir ráðstefnu um ábyrgar fjárfestingar árið 2013 og árið 2015 stóð bankinn fyrir fundi um Parísarsamkomulagið í lofslagsmálum og áhrif þess á íslenskt atvinnulíf og fjárfestingar.

Þann 29. september nk. stendur Landsbankinn fyrir ráðstefnu um mikilvægi stefnumótunar um ábyrgar fjárfestingar. Ráðstefnan verður nánar auglýst síðar.

Forsíða - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar