Fréttir

- Samfélagsmál

Ísland – Frakkland á risaskjá við Arnarhól

Stórleikur Íslands gegn Frakklandi sunnudaginn 3. júlí verður sýndur á risaskjá við Arnarhól. Skjárinn verður enn stærri en sá sem notaður var vegna sigurleiksins gegn Englandi á mánudaginn, sællar minningar. Leikur Íslands gegn Frakklandi hefst kl. 19.00. Búast má við rafmagnaðri stemningu.

Stemningin við Arnarhól á mánudaginn, þegar Ísland lagði England, var ólýsanleg. Talið er að allt að 20.000 manns hafi fylgst með leiknum á Arnarhóli og hvatningarhróp, víkingaklappið og landsliðslagið Ferðalok ómuðu um stræti, torg og sund. Búast má við enn betri mætingu á sunnudaginn.

Okkar staður og okkar stund á Arnarhóli

Allir leikirnir á EM hafa verið sýndir á EM torginu sem er á Ingólfstorgi í Reykjavík. Aðrir leikir á EM, nema þegar Ísland er að spila, verða áfram sýndir á Ingólfstorgi. Landsbankinn, ásamt öðrum aðalstyrktaraðilum knattspyrnulandsliða Íslands og Reykjavíkurborg, stendur að EM torginu og að því að koma risaskjánum og öflugu hljóðkerfi fyrir við Arnarhól. Bætt verður úr salernisaðstöðu og aðgengi fyrir fatlaða vegna leiksins á sunnudag. Sérstök upphitunardagskrá verður fyrir leikinn og það borgar sig að mæta tímanlega.

Okkar staður og okkar stund verður á Arnarhóli sunnudaginn 3. júlí. Fjölmennum, syngjum og styðjum strákana okkar.

Lokað verður fyrir umferð um nærliggjandi götur frá kl. 16.00-22.30.

Nánar um götulokanir


Áfram Ísland!

EM vefur Landsbankans

 

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar