Fréttir

- Samfélagsmál

Upphitun á EM torginu fyrir Ísland - Portúgal

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik í lokakeppni EM í Frakklandi þriðjudaginn 14. júní. Byrjað verður að hita upp fyrir leikinn á EM torginu í hjarta Reykjavíkur klukkan 18.00 með tónlist, andlitsmálun fyrir börn, þrautum og fleiru.

Ingólfstorg í Reykjavík er heimavöllur landsliðins meðan á EM í Frakklandi stendur og gengur því undir nafninu EM torgið. Leikur Íslands gegn Portúgal hefst klukkan 19.00 og upphitunin á EM torginu hefst klukkan 18.00. Drengjakór íslenska lýðveldisins mun syngja nokkur lög en kórinn hefur getið sér gott orð fyrir létta framkomu og góðan söng. Á torginu verður lukkuhjól og boðið verður upp á andlitsmálun, knattþrautir og fleira.

Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnulandsliða Íslands og stendur að EM torginu í samvinnu við KSÍ, aðra styrktaraðila og Reykjavíkurborg. Allir leikirnir á EM eru sýndir á torginu á 21 fermetra risaskjá með öflugu hljóðkerfi.

EM torgið

EM vefur Landsbankans

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar