Fréttir

- Samfélagsmál

Upphitun á EM torginu fyrir Ísland - Portúgal

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik í lokakeppni EM í Frakklandi þriðjudaginn 14. júní. Byrjað verður að hita upp fyrir leikinn á EM torginu í hjarta Reykjavíkur klukkan 18.00 með tónlist, andlitsmálun fyrir börn, þrautum og fleiru.

Ingólfstorg í Reykjavík er heimavöllur landsliðins meðan á EM í Frakklandi stendur og gengur því undir nafninu EM torgið. Leikur Íslands gegn Portúgal hefst klukkan 19.00 og upphitunin á EM torginu hefst klukkan 18.00. Drengjakór íslenska lýðveldisins mun syngja nokkur lög en kórinn hefur getið sér gott orð fyrir létta framkomu og góðan söng. Á torginu verður lukkuhjól og boðið verður upp á andlitsmálun, knattþrautir og fleira.

Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnulandsliða Íslands og stendur að EM torginu í samvinnu við KSÍ, aðra styrktaraðila og Reykjavíkurborg. Allir leikirnir á EM eru sýndir á torginu á 21 fermetra risaskjá með öflugu hljóðkerfi.

EM torgið

EM vefur Landsbankans

Samfélagsmál - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar