Fréttir

- Samfélagsmál

Upphitun á EM torginu fyrir Ísland - Portúgal

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik í lokakeppni EM í Frakklandi þriðjudaginn 14. júní. Byrjað verður að hita upp fyrir leikinn á EM torginu í hjarta Reykjavíkur klukkan 18.00 með tónlist, andlitsmálun fyrir börn, þrautum og fleiru.

Ingólfstorg í Reykjavík er heimavöllur landsliðins meðan á EM í Frakklandi stendur og gengur því undir nafninu EM torgið. Leikur Íslands gegn Portúgal hefst klukkan 19.00 og upphitunin á EM torginu hefst klukkan 18.00. Drengjakór íslenska lýðveldisins mun syngja nokkur lög en kórinn hefur getið sér gott orð fyrir létta framkomu og góðan söng. Á torginu verður lukkuhjól og boðið verður upp á andlitsmálun, knattþrautir og fleira.

Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnulandsliða Íslands og stendur að EM torginu í samvinnu við KSÍ, aðra styrktaraðila og Reykjavíkurborg. Allir leikirnir á EM eru sýndir á torginu á 21 fermetra risaskjá með öflugu hljóðkerfi.

EM torgið

EM vefur Landsbankans

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn