Fréttir

- Samfélagsmál

Teflt til styrktar sýrlenskum börnum á flótta

Fjölmargir lögðu leið sína í Ráðhúsið til að tefla fyrir börn í Sýrlandi

Landsbankinn tók þátt í vel heppnuðu skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar og UNICEF í þágu sýrlenskra barna sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur. Landsbankinn lagði þessu góða málefni lið með því að heita eitt þúsundum krónum á hverja skák sem Hrafn tefldi. Þegar mótið var yfirstaðið hafði Hrafn teflt 222 skákir en takmarkið var sett á tvö hundruð.

Skákmótið gekk því vonum framar og tvær milljónir króna söfnuðust með áheitum. Við það bætast framlög áskorenda og gesta sem mættu í Ráðhúsið og talið er að alls hafi safnast hátt í 3 milljónir króna sem fara óskertar í mikilvæga neyðaraðstoð fyrir sýrlensk börn á flótta. Hrókurinn og Skákakademía Reykjavíkur stóðu fyrir viðburðinum í samvinnu við Fatimusjóð og UNICEF.

Forsíða - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar