Fréttir

- Samfélagsmál

Firnasterkt Friðriksmót Landsbankans í skák

Friðriksmótið 2014
Það var fjölmennt og spennandi keppni á Friðriksmótinu í skák í fyrra.

Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák – fer fram laugardaginn 12. desember  í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11. Þetta er tólfta árið í röð sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friðriksmótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Mótið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30 og eru áhorfendur sérstaklega boðnir velkomnir til að fylgjast með skákmeisturunum að tafli.

Gera má ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn landsins taki þátt og efsti keppandi mótsins fær titilinn Íslandsmeistari í hraðskák. Um 100 keppendur taka þátt. Þar á meðal eru okkar sterkustu skákmenn, skákkonur og efnilegustu skákungmenni landsins.

Meðal skráða keppenda á mótinu eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Stefán Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson og landsliðsliðskonurnar Lenka Ptácníková og Veronika Steinunn Magnúsdóttir.

Tefldar eru 11 umferðir og er einni skák hverrar umferðar varpað upp á risaskjá í útibúinu auk þess sem boðið verður upp á kaffi og smákökur.

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn