Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn lokaður frá kl. 13.00 þann 19. júní

Landsbankinn hefur ákveðið að veita starfsfólki sínu frí eftir hádegið föstudaginn 19. júní til að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum þegar þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Öll útibú Landsbankans verða lokuð frá klukkan 13.00 en afgreiðsla bankans í Leifsstöð verður þó opin eins og aðra daga. Þá verður lokað í þjónustuveri bankans frá sama tíma. Með þessu vill bankinn sýna í verki stuðning sinn við jafnrétti.

Landsbankinn hefur skýra jafnréttisstefnu og leitast við að skapa framúrskarandi vinnustað þar sem allir eiga sömu möguleika til starfa og starfsþróunar og þar sem konur og karlar eigi jafna möguleika til stjórnarsetu. Bankinn forðast að skilgreina störf sem karla- eða kvennastörf. Landsbankinn greiðir sömu laun fyrir sambærileg störf og nýverið fékk bankinn gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC. Landsbankinn var fyrstur banka á Íslandi til að hljóta gullmerkið og er jafnframt stærsta fyrirtækið sem hefur undirgengist og staðist þá úttekt.

Nánar um jafnrétti í Landsbankanum

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn