Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn lokaður frá kl. 13.00 þann 19. júní

Landsbankinn hefur ákveðið að veita starfsfólki sínu frí eftir hádegið föstudaginn 19. júní til að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum þegar þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Öll útibú Landsbankans verða lokuð frá klukkan 13.00 en afgreiðsla bankans í Leifsstöð verður þó opin eins og aðra daga. Þá verður lokað í þjónustuveri bankans frá sama tíma. Með þessu vill bankinn sýna í verki stuðning sinn við jafnrétti.

Landsbankinn hefur skýra jafnréttisstefnu og leitast við að skapa framúrskarandi vinnustað þar sem allir eiga sömu möguleika til starfa og starfsþróunar og þar sem konur og karlar eigi jafna möguleika til stjórnarsetu. Bankinn forðast að skilgreina störf sem karla- eða kvennastörf. Landsbankinn greiðir sömu laun fyrir sambærileg störf og nýverið fékk bankinn gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC. Landsbankinn var fyrstur banka á Íslandi til að hljóta gullmerkið og er jafnframt stærsta fyrirtækið sem hefur undirgengist og staðist þá úttekt.

Nánar um jafnrétti í Landsbankanum

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar