Fréttir

- Samfélagsmál

Alexandra Marín og Laugargerðisskóli sigurvegarar Fjármálahreysti


Stigahæstu nemendur í Fjármálahreysti fengu vegleg verðlaun. Frá vinstri eru Arnór Breki Atlason í Heiðarskóla, Davíð Már Jóhannesson í Akurskóla og Alexandra Marín Sveinsdóttir í Akurskóla og Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ.

Grunnskólakrakkar úr rúmlega 100 skólum um land allt spreyttu sig á Fjármálahreysti, spurningaleik sem ætlað er að efla fjármálalæsi ungmenna. Leikurinn fór fram á vefnum www.fjarmalahreysti.is.

Fjármálahreysti gengur út á að leysa verkefni af fjölbreyttu tagi sem taka mið af markmiðum OECD í fjármálafræðslu. Verkefnin eru á fjórum ólíkum efnissviðum og eru sett fram á jafnmörgum þyngdarstigum. Efnissviðin fjögur eru: Ég, Heimilið, Nám og atvinna og Samfélagið.

Sigurvegarar af Suðurnesjum

Efnt var til sérstakrar keppni milli nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á tímabilinu 17. mars – 17. apríl. Tólf nemendur fengu fullt hús í leiknum eða 6.000 stig. Þrír nemendur voru dregnir út úr þeim hópi og hljóta þau aðalverðlaun leiksins. Alexandra Marín Sveinsdóttir í 10. bekk Akurskóla í Njarðvík, hlaut fyrstu verðlaun, iPhone 6. Önnur og þriðju verðlaun komu í hlut Davíðs Más Jóhannessonar í 10. bekk Akurskóla og Arnórs Breka Atlasonar í 10. bekk Heiðarskóla en þeir fengu iPad mini að launum. Aðrir keppendur sem fengu fullt hús fá sérstök aukaverðlaun.

Hlutfallslega flestir í Laugargerðisskóla

Laugargerðisskóli í Borgarbyggð hlaut skólaviðurkenninguna í ár. Viðurkenninguna hlýtur sá skóli þar sem hlutfallslega flestir nemendur á unglingastigi spreyta sig á leiknum. Þátttaka í skólanum var mjög mikil, eða 80%.

„Landsbankinn hefur ætíð lagt mikinn metnað í fræðslu um fjármál fyrir börn og unglinga og Fjármálahreysti er engin undantekning þar á. Sá fjöldi nemenda sem spreytir sig á verkefnum í Fjármálahreysti á hverju ári sýnir okkur glöggt að efnið er í senn aðgengilegt og áhugavert. Við óskum sigurvegurunum til hamingju og þökkum öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt, segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.

Leikurinn er hannaður og þróaður af starfsfólki Landsbankans í samvinnu við Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóra í Hagaskóla sem hefur mikla reynslu af því að semja kennsluefni um fjármál fyrir unglinga.

Nánar um Fjármálahreysti

Forsíða - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar