Fréttir

- Samfélagsmál

Vel heppnaðir tónleikar í Landsbankanum - myndband og ljósmyndir

Í tilefni af samstarfi Landsbankans og Iceland Airwaves voru haldnir tónleikar í útibúinu í Austurstræti síðastliðinn laugardag. Þar komu fram hljómsveitirnar Young Karin og Vök ásamt tónlistarmanninum Júníusi Meyvant.

Tónleikarnir heppnuðust vel í alla staði og mæting fór fram úr björtustu vonum.

Myndbandið hér fyrir neðan fangar stemninguna á tónleikunum vel.Landsbankinn og Iceland Airwaves gerðu nýlega með sér tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér að bankinn verður einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar.

Landsbankinn vill með þessu styðja við bakið á ungu tónlistarfólki og það er í senn liður í samfélagslegri ábyrgð bankans og virkum stuðningi við listir og menningu í landinu.

Iceland Airwaves vefur Landsbankans

Myndband frá tónleikunum á Vimeo

Myndasafn á Facebook

Þéttskipað var í útibúinu þegar tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant reið á vaðið.
Hljómsveitin Vök steig næst á svið.
Hljómveitin Young Karin settu punktinn fyrir aftan i-ið.

Myndasafn á Facebook

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar