Fréttir

- Samfélagsmál

Vel heppnaðir tónleikar í Landsbankanum - myndband og ljósmyndir

Í tilefni af samstarfi Landsbankans og Iceland Airwaves voru haldnir tónleikar í útibúinu í Austurstræti síðastliðinn laugardag. Þar komu fram hljómsveitirnar Young Karin og Vök ásamt tónlistarmanninum Júníusi Meyvant.

Tónleikarnir heppnuðust vel í alla staði og mæting fór fram úr björtustu vonum.

Myndbandið hér fyrir neðan fangar stemninguna á tónleikunum vel.Landsbankinn og Iceland Airwaves gerðu nýlega með sér tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér að bankinn verður einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar.

Landsbankinn vill með þessu styðja við bakið á ungu tónlistarfólki og það er í senn liður í samfélagslegri ábyrgð bankans og virkum stuðningi við listir og menningu í landinu.

Iceland Airwaves vefur Landsbankans

Myndband frá tónleikunum á Vimeo

Myndasafn á Facebook

Þéttskipað var í útibúinu þegar tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant reið á vaðið.
Hljómsveitin Vök steig næst á svið.
Hljómveitin Young Karin settu punktinn fyrir aftan i-ið.

Myndasafn á Facebook

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn