Fréttir

- Samfélagsmál

Samstarfssamningur við KSÍ

Styrktar- og samstarfssamningur Landsbankans við Knattspyrnusamband Íslands var kynntur sl. föstudag á blaðamannafundi á Laugardalsvelli. Við sama tækifæri voru staðfestir samningar við aðra bakhjarla KSÍ en þeir gilda allir til fjögurra ára. Auk Landsbankans verða fyrirtækin Borgun, Icelandair, Íslensk getspá, N1 og Vífilfell bakhjarlar.

Steinþór Pálsson boðinn velkominn í íslenska landsliðið af Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ.

Samningarnar eru mikils virði fyrir knattspyrnuhreyfinguna og Landsbankinn er stoltur bakhjarl íslenskrar knattspyrnu. Með stuðningi sínum er Landsbankinn einnig bakhjarl knattspyrnulandsliða kvenna og karla í knattspyrnu, auk yngri landsliða. Næstu landsleikir eru leikir karlaliðsins gegn Lettum á útivelli föstudaginn 10. október og gegn Hollendingum mánudaginn 13. október. Loks leikur U21 árs landslið karla tvo umspilsleiki gegn Dönum dagana 10. og 14. október um sæti í lokakeppni EM sem haldin verður í Tékklandi næsta sumar.

Fulltrúar allra bakhjarla KSÍ ásamt landsliðsþjálfurum íslenska karlalandsliðsins, Heimi Hallgrímssyni og Lars Lagerbäck.

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn