Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn bakhjarl Brúarhlaupsins á Selfossi

Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 9. ágúst en líkt og fyrri ár er Landsbankinn aðalstyrktaraðili hlaupsins. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi hlaupsins, dagsetningu hlaupsins verið breytt, vegalengdum verið fækkað og hlaupaleiðir verið færðar inn í Selfossbæ í fallegt umhverfi og á göngustígakerfi bæjarins. Keppt verður í 2,8 km, 5 km og 10 km en einnig er keppt í 5 km hjólreiðum. Allar hlaupaleiðir eru löggiltar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Tímataka er í öllum vegalengdum, bæði í hlaupi og hjólreiðum.

Hlauparar í 10 km hlaupi verðar ræstir á Ölfusárbrú kl. 11.30. Hlauparar í 5 km hlaupi kl. 11.45 og hjólreiðamenn í 5 km hjólreiðum kl. 11.00 verða ræstir undir/við Ölfusárbrú og keppendur í 2,8 km skemmtiskokki verða ræstir í miðbæjargarði Selfoss kl. 11.45. Allir þátttakendur koma í mark í miðbæjargarði Selfoss. Þátttökugjald er frá 700 - 3.500 kr. eftir vegalengd og aldri.

Hægt er að skrá sig í hlaupið á vefnum hlaup.is og í Landsbankanum á Selfossi en einnig er hægt að skrá sig á hlaupadag í útibúinu. Afhending keppnisgagna er á hlaupadag, 9. ágúst í Landsbankanum á Selfossi frá kl. 9.00.

Hlaupaleiðir
Hlaupaleiðirnar.
Brúarhlaup 2014
Smellið á myndina til að stækka.

Samfélagsmál - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar