Fréttir

- Samfélagsmál

Um 1.500 nemendur spreyttu sig á Fjármálahreysti

Um 1.500 grunnskólakrakkar úr 130 skólum spreyttu sig á Fjármálahreysti, nýjum og spennandi spurningaleik sem Landsbankinn hleypti af stokkunum í vor með það að markmiði að efla fjármálalæsi ungmenna. Leikurinn er öllum opinn á www.fjarmalahreysti.is og auk nemendanna reyndu eitt þúsund einstaklingar á öllum aldri við leikinn.

Fjármálahreysti gengur út á að leysa 64 verkefni og nota til þess sem fæstar tilraunir. Verkefnin eru á fjórum ólíkum efnissviðum og eru sett fram á jafnmörgum þyngdarstigum. Efnissviðin fjögur eru: Ég, Heimilið, Nám og atvinna og Samfélagið og tekur þessi flokkun mið af markmiðum OECD í fjármálafræðslu.

Sigurvegarar Fjármálahreysti

Efnt var til sérstakrar keppni milli nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á tímabilinu 8. apríl - 11. maí. Sextán fengu fullt hús eða 8.000 stig. Úr þeirra hópi voru nöfn þeirra þriggja nemenda sem hlutu aðalverðlaun leiksins dregin út. Daníel Bjarki Stefánsson í 8. bekk Kelduskóla, hlaut fyrstu verðlaun, iPhone 5s. Önnur og þriðju verðlaun komu í hlut Kristínar Hönnu Jóhannesdóttur í 9. bekk Vallaskóla og Smára Steins Ársælssonar í 8. bekk Háteigsskóla en þau fengu iPad mini að launum.

Sigurvegarar Fjármálahreysti
Stigahæstu nemendur í Fjármálahreysti fengu vegleg verðlaun sem afhent voru í beinni útsendingu í úrslitaþætti Skólahreysti á RÚV föstudaginn 16. maí. Frá vinstri eru Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, Kristín Hanna Jóhannesdóttir í Vallaskóla, Daníel Bjarki Stefánsson í Kelduskóla, Smári Steinn Ársælsson í Háteigsskóla og Ómar Örn Magnússon, höfundur leiksins.

 

Sæmundarskóli hlaut skólaviðurkenninguna

Sæmundarskóli hlýtur skólaviðurkenninguna í ár, en hana hlýtur sá skóli þar sem hlutfallslega flestir nemendur á unglingastigi spreyta sig á leiknum. Þátttaka í Sæmundarskóla var mjög mikil, eða 67%. Loks fengu þrjátíu heppnir þátttakendur aukaverðlaun. Fjármálahreysti verður leikinn aftur á næsta ári samhliða Skólahreysti.

Nemendur í Sæmundarskóla fagna
Krakkar í unglingadeild Sæmundarskóli fagna góðum árangri í Fjármálahreysti en skólinn hlaut viðurkenningu fyrir hlutfallslega mestu þátttöku í leiknum ár. Þátttaka í Sæmundarskóla í Fjármálahreysti var mjög mikil, eða 67%.

 

„Eitt af verkefnum fjármálafyrirtækja er að setja fram aðgengilegt og áhugavert efni um fjármál fyrir börn og unglinga. Landsbankinn hefur í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í sína fræðslu á þessu sviði og Fjármálahreysti er þar engin undantekning. Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem tekið hafa þátt og vonum að þeir hafi haft gagn og gaman af,“segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.

Leikurinn er hannaður og þróaður af starfsfólki Landsbankans í samvinnu við Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóra í Hagaskóla sem hefur mikla reynslu af því að semja kennsluefni um fjármál fyrir unglinga.

Nánar um spurningaleikinn
Fjármálahreysti - spurningaleikurinn

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn