Fréttir

- Samfélagsmál

Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2014 sem úthlutað verður í tvennu lagi. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 12. maí 2014 og verða styrkþegar kynntir í júní næstkomandi. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði og er meirihlutinn skipaður fólki utan bankans.

Sæktu um samfélagsstyrk

Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Samfélagsstyrkir eru hluti af Samfélagssjóði bankans en hann hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru ferns konar styrkir veittir: Námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir en afreksstyrkir eru veittir annað hvert ár.

Úthlutað er tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti.

Við hvora úthlutun verða veittir eftirfarandi styrkir:

  • Fimm styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver
  • Fimm styrkir að upphæð 500.000 kr. hver
  • Tíu styrkir að upphæð 250.000 kr. hver.

Verkefni sem einkum koma til greina:

  • Verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga
  • Verkefni á sviði menningar og lista
  • Menntamál, rannsóknir og vísindi
  • Forvarna- og æskulýðsstarf
  • Sértæk útgáfustarfsemi

Sæktu um samfélagsstyrk

Árið 2013 fengu 34 samfélagsstyrki frá Landsbankanum

Sumarið 2013 veitti Landsbankinn fimmtán milljónum í samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði bankans. Veittir voru 34 styrkir en yfir 450 umsóknir bárust bankanum.

Styrkþegar samfélagsstyrkja Landsbankans 2013
Samfélagsstyrkir Landsbankans voru afhentir í útibúi bankans við Austurstræti 4. júlí 2013. Á myndinni eru fulltrúar styrkþega ásamt Andra Snæ Magnasyni, Guðrúnu Agnarsdóttur og Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur sem skipuðu dómnefnd og Jensínu Kristínu Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra Þróunar hjá Landsbankanum.

Hæstu styrkina árið 2013, að upphæð ein milljón króna, hlutu Bókmenntahátíð í Reykjavík 2013, Ás - styrktarfélag til að bjóða upp á sumardvöl fyrir fólk með þroskahömlun og Þorsteinn Jónsson til að gefa út 5. bindi ritverksins Reykvíkingar.

Nánar um styrkþega 2013

Forsíða - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar