Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn fær samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar

Jensína Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs Landsbankans og Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar með viðurkenningarnar ásamt Jóni Gnarr Borgarstjóra.
Ljósmynd Stefán Helgi Valsson

Reykjavíkurborg heiðrar árlega fyrirtæki og stofnanir sem skarað hafa fram úr við innleiðingu vistvænna samgangna.

Í ár hlýtur Landsbankinn viðurkenningu í hópi stórra fyrirtækja en Hugsmiðjan í hópi smærri fyrirtækja. Í umsögn dómnefndar um Landsbankann segir að hjá bankanum sé starfsfólk markvisst hvatt til að nýta sér vistvænar samgöngur bæði með fjárhagslegum hvötum og fræðslu og að hlutfall starfsfólks sem skuldbindur sig til að ferðast með þeim hætti hafi farið stigvaxandi. Þá bendi dómnefnd einnig á að bankinn hafi sýnt frumkvæði  með stuðningi við verkefni sem hvetja til vistvænna ferðamáta.

Sjá umfjöllun á vef Reykjavíkurborgar

Samfélagsmál - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar