Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn fær samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar

Jensína Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs Landsbankans og Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar með viðurkenningarnar ásamt Jóni Gnarr Borgarstjóra.
Ljósmynd Stefán Helgi Valsson

Reykjavíkurborg heiðrar árlega fyrirtæki og stofnanir sem skarað hafa fram úr við innleiðingu vistvænna samgangna.

Í ár hlýtur Landsbankinn viðurkenningu í hópi stórra fyrirtækja en Hugsmiðjan í hópi smærri fyrirtækja. Í umsögn dómnefndar um Landsbankann segir að hjá bankanum sé starfsfólk markvisst hvatt til að nýta sér vistvænar samgöngur bæði með fjárhagslegum hvötum og fræðslu og að hlutfall starfsfólks sem skuldbindur sig til að ferðast með þeim hætti hafi farið stigvaxandi. Þá bendi dómnefnd einnig á að bankinn hafi sýnt frumkvæði  með stuðningi við verkefni sem hvetja til vistvænna ferðamáta.

Sjá umfjöllun á vef Reykjavíkurborgar

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn