Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn kynnir nýja stefnu um samfélagslega ábyrgð

Landsbankinn hefur sett fram nýja stefnu um samfélagslega ábyrgð og með því efnir bankinn  ellefta loforðið á aðgerðalistanum sem kynntur var í febrúar.  Hin nýja stefna skal vera komin að fullu til framkvæmda eigi síðar en árið 2015. Í  stefnunni segir að Landsbankinn sé fjármálafyrirtæki sem ætli að sýna samfélagslega ábyrgð í rekstri með því að samþætta efnahags-, samfélags- og umhverfismál við starfshætti bankans. Til að ná þessum markmiðum mun  Landsbankinn marka sér stefnu í  fjölmörgum  málaflokkum.

Við innleiðingu á stefnunni verður tekið mið af grunnreglum samfélagslegrar ábyrgðar eins og þeim er lýst í leiðbeiningum alþjóða staðlaráðsins (ISO 26000) og viðmiðum „Global Compact „ verkefnis Sameinuðu þjóðanna.

Grunnstoðir samfélagslegrar ábyrgðar bankans eru til umfjöllunar í ársskýrslu bankans og nú hafa fyrstu verkefnin á þessu sviði verið skilgreind.

Landsbankinn hvetur starfsfólk að nota vistvænar samgöngur

Starfsfólk Landsbankans getur undirritað samgöngusamning við bankann, en tilgangurinn með honum er að hvetja starfsfólk til að ferðast til og frá vinnu eða á vinnutíma þegar þess þarf, á vistvænni hátt en áður. Þessu verkefni er hrint úr vör samhliða átakinu „Hjólað í vinnuna.“  Starfsmenn eru hvattir til að kynna sér hinn nýja samgöngusamning.

Landsbankinn hefur þegar kolefnisjafnað akstur og millilandaflug starfsmanna til og frá Íslandi

Landsbankinn hefur frá og með árinu 2010 kolefnisjafnað akstur starfsmanna á vegum bankans og millilandaflug starfsmanna í erindum á hans vegum. Fyrir árið 2010 nam sú upphæð 480 þúsund krónum og hefur hún þegar verið greidd. Upphæðin rennur til Kolviðs, sjóðs sem starfar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koltvísýrings í andrúmslofti. Með kolefnisjöfnuninni axlar bankinn ábyrgð á þeirri mengun sem myndast ferða starfsmanna í þágu bankans.

Árið 2010 fóru starfsmenn Landsbankans 259 ferðir með flugi til og frá landinu og óku 23 bifreiðum í eigu Landsbankans 441.000 km. Samkvæmt reiknilíkani kolefnisjöfnunarsjóðsins Kolviðs samsvaraði aksturinn meðallosun koltvísýrings 0,27 kg/km á hvern bíl sem bankinn var með í notkun á síðasta ári og losun koltvísýrings vegna flugferðanna var um 121 tonn af koltvísýringi (CO₂).

Bruni á bensíni og dísilolíu veldur ójafnvægi í kolefnisbúskap jarðarinnar. Til að koma jafnvægi á kolefnisbúskapinn er hægt að binda kolefni í jörðu með skógrækt. Skógrækt bindur kolefni úr koltvísýringi andrúmsloftsins og til verður súrefni.

Hægt er að lesa nánar um Kolvið á vefsíðu félagsins

Svansmerkt mötuneyti

Mötuneyti Landsbankans í höfuðstöðvum bankans í Hafnarstræti í Reykjavík verður Svansmerkt, þ.e. merkt norræna umhverfismerkinu Svaninum, en þeir sem nota það skuldbinda sig í starfsemi sinni til að taka mið af áhrifum vara allt frá hráefni til úrgangs. Markmiðið er að minnka álag á umhverfið af völdum neytenda.

Pappírsnotkun minnkuð um 20%

Markvisst verður unnið að því að draga úr pappírsnotkun m.a. með því að hvetja starfsfólk að nýta kosti rafrænnar tækni og þess krafist í enn ríkari mæli að notaður sé umhverfisvænn pappír. 

Fjölmörg verkefni eru í undirbúningi vegna innleiðingar á nýrri stefnu bankans, t.a.m. er verið að greina útlánastefnu, áhættumörk,hagsmunaaðila, vörur og þjónustu bankans út frá sjónarmiði samfélagslegrar ábyrgðar.

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar