Saga um fisk

Hugvit og betri nýting á sjávarafurðum hafa aukið verðmæti í sjávarútvegi verulega síðustu ár. Landsbankinn styður vöxt í atvinnulífinu og hefur tekið virkan þátt í þessari þróun.

Undanfarin 20 ár hafa veiðar dregist saman en verðmæti afla aukist. Margir ólíkir þættir hafa í sameiningu stuðlað að því að hærra verð fæst nú fyrir hvern fisk sem veiddur er.

Á þessum vef ætlum við að segja frá því hvernig nýsköpun og hugvit hafa aukið verðmæti þorskútflutnings með fjölbreyttri nýtingu – frá veiðum til verðmæta.

1

Rekjanleiki

Trackwell

Rekjanleikalausnir Trackwell eru beintengdar við afladagbækur. Fiskinum er fylgt allt frá því að hann er veiddur og þar til hann berst í hendur kaupenda.

Nákvæm eftirfylgni og upplýsingar um veiðitíma, hitastig sjávar og vinnslu skilar sér í betra gæðaeftirliti og hærra verði til kaupenda.

„Neytendur vilja vita hvaðan fiskurinn þeirra kemur."

Steingrímur Gunnarsson
Sölustjóri Trackwell
Loka
2

Ferskleiki

3X

ROTEX skipakerfið frá 3X flýtir blóðgun og kælingu með því að dæla köldum sjó umhverfis fiskinn. Þannig fæst hvítari fiskur sem helst ferskur mun lengur.

„Þetta skiptir líka svo miklu máli upp á gæðin á aukaafurðunum.“

Kristján Karl Aðalsteinsson
Sölustjóri 3X
Loka
3

Snöggkæling

Thor Ice ltd.

Eftir að fiskurinn er blóðgaður skiptir sköpum að kæla hann sem hraðast. Með krapaískælingu næst hitastig fisksins undir frostmark á innan við klukkustund.

„Fyrsta meðhöndlun skiptir miklu máli fyrir endingu fisksins.“

Þorsteinn Ingi Víglundsson
Framkvæmdastjóri Thor Ice
Loka
4

Skilvirkni

Marel

Tæki og hugbúnaður sem Marel hefur þróað síðustu áratugi hafa stuðlað að mun betri nýtingu, afköstum og skilvikni í vinnslu sjávarafurða.

Með betri nýtingu á hverju flaki er verðmæti fisksins hámarkað.

„Tækniframfarir hafa
skilað mikilli hagkvæmniaukningu.“

Jón Birgir Gunnarsson
Framkvæmdastjóri fiskiðnaðarseturs Marel
Loka
5

Gæðaafurðir

Fylgifiskar

Forsenda þess að gera metnaðarfulla matreiðslu að viðskiptum er gott hráefni. Vönduð meðferð og eftirlit skila úrvals hráefni sem er hægt að treysta á.

„Það sem er mikilvægast er að fiskurinn fái rétta meðhöndlun um leið og hann er veiddur.“

Guðbjörg Glóð Logadóttir
Framkvæmdastjóri Fylgifiska
Loka
6

Fullvinnsla

Codland

Codland samanstendur af hópi fyrirtækja í sjávarútvegi sem vilja skapa verðmæti úr afurðum sem annars er hent.

Markmiðið er að tvöfalda verðmæti þorsksins með betri nýtingu og nýjum afurðum. Meðal þess sem fyrirtækið vinnur er þurrkaður fiskur, mjöl og hrálýsi sem nýtist í ýmis konar matvæla- og lyfjaiðnað.

7

Ensím

Zymetech

Ensím úr sjávarlífverum bjóða upp á mikla möguleika í lyfjaþróun. Zymetech hefur einkaleyfi á Penzyme tækninni sem er nýtt til að vinna ensím úr þorski.

Zymetech nýtir þekkingu sína til að þróa lyf og snyrtivörur,
m.a. gegn ýmsum húðkvillum og kvefi.

„Ensím úr þorski eru mjög virk í samanburði við ensím úr öðrum lífverum.“

Dr. Bjarki Stefánsson
Rannsóknastjóri Zymetech
Loka
8

Prótín

Iceprotein

Iceprotein vinnur að því að framleiða prótín úr afskurði og öðru sem fellur til við vinnslu. Prótínið má nýta í ýmsa matvælaframleiðslu og fæðubótarefni.

„Það eru þessir heilsubætandi eiginleikar fiskprótína sem gera þau sérstök.“

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir
Framkvæmdastjóri Iceprotein
Loka
9

Lýsisafurðir

Lýsi ehf.

Lýsi er brautryðjandi í þróun og rannsóknum á lýsisafurðum og er í samvinnu við lyfjaframleiðendur og stofnanir víða um heim.

Lýsi selur vörur sínar til um 70 landa vítt og breitt um heiminn.

10

Lifur

Akraborg

Léttreykt þorsklifur þykir mikið lostæti víða um heim. Skammt er síðan henni var almennt hent. Framleiðsla Akraborgar hefur margfaldast á fáum árum.

„Lykillinn að góðri lifur er góður frágangur og kæling.“

Rolf Hákon Arnarson
Framkvæmdastjóri Akraborgar
Loka
11

Hrogn

Royal Iceland

Royal Iceland sérhæfir sig í að þróa og markaðssetja vörur úr hrognum. Fyrirtækið sérframleiðir unnar hrognafurðir fyrir viðskiptavini víða um heim.

Taramasalata er sígildur grískur og tyrkneskur réttur unninn úr reyktum og söltuðum þorskhrognum. Mun betra verð fæst fyrir Taramasalata en óunnin hrogn.

12

Fiskþurrkun

Haustak

Haustak þurrkar fisk og fiskafurðir með jarðvarma í stað rafmagns. Vinnslan er margfalt ódýrari og auk þess umhverfisvæn.

Hefðbundin þurrkun með rafmagni er sjöfalt dýrari
en þurrkun með jarðvarma.

13

Þorskleður

Sjávarleður

Sútun leðurs úr fiski hófst sem aukabúgrein meðfram loðskinnavinnslu. Fiskleðrið er nú orðið mjög eftirsótt um allan heim og þykir framúrskarandi að gæðum.

Leðrið frá Sjávarleðri hefur verið notað af mörgum
af þekktustu vörumerkjum heims.

„Við erum að vinna verðmæti úr afurð sem var áður hent.“

Sóley Sigmarsdóttir
Söluráðgjafi Sjávarleðurs
Loka
14

Útflutningur

HB Grandi

Ferskur fiskur er mun verðmætari en frystur.
Með nýjum aðferðum, tækniframförum og ströngu gæðaeftirliti hefur útflutningur á ferskfiski stóraukist.

Ferskur fiskur er bæði eftirsóttari og verðmeiri en frystur.

„Það skiptir meginmáli að gæðin séu sem best frá skipinu.“

Svavar Svavarsson
Framkvæmdastjóri HB Granda
Loka
15

Hreyfiafl

Landsbankinn er í fararbroddi þegar kemur að fjármögnun nýrra verkefna sem stuðla að framþróun
í sjávarútvegi. Við styðjum frekari vöxt og fleiri verkefni sem renna styrkari stoðum undir atvinnulífið.