Netbanki fyrirtækja

RSA öryggiskerfið

Landsbankinn hefur tekið til notkunar öryggiskerfi frá fyrirtækinu RSA í netbanka fyrirtækja. Kerfið sameinar áhættugreiningu og notkun auðkennislykla með það fyrir augum að hámarka öryggi og koma í veg fyrir fjársvik.

Framkalla þarf auðkennisnúmer við innskráningu og framkvæmd ákveðinna aðgerða . Áhættugreining felst í því að öryggiskerfið lærir að þekkja hegðun viðskiptavinar og biður um staðfestingu á auðkenni í símtali ef brugðið er út af hefðbundinni notkun. Að öllu jöfnu finnur viðskiptavinurinn þó ekki fyrir kerfinu.

Tvær leiðir til að framkalla auðkennisnúmer

Landsbankinn býður tvær leiðir til að framkalla auðkennisnúmer fyrir innskráningu í netbanka fyrirtækja: með appi annars vegar og auðkennislykli úr plasti hins vegar. Nota má appið og auðkennislykilinn jöfnum höndum, allt eftir því hvað hentar betur hverju sinni.

1. Innskráning með appi

Hægt er að nota RSA smáforrit (app) til að framkalla auðkennisnúmer fyrir innskráningu í netbanka fyrirtækja. Notkun appsins eykur þægindin við innskráningu enda er síminn oftar í seilingarfæri en auðkennislykillinn. Sjálft innskráningarferlið í netbankann er sambærilegt við notkun hefðbundinna plastlykla.

Hér til hliðar finnur þú hlekki sem vísa á appið (RSA SecurID Software Token) í viðeigandi netverslun auk leiðbeininga um uppsetningu.

Appið er virkjað við næstu innskráningu í netbanka fyrirtækja á síðunni RSA lyklar undir kaflanum Stillingar.

Sæktu RSA appið

Spurt og svarað um appið

2. Innskráning með auðkennislykli

Nota má auðkennislykil úr plasti frá RSA til að framkalla auðkennisnúmer. Þegar viðskiptavinir fá auðkennislykil afhentan þarf að virkja hann í netbankanum. Leiðbeiningar um virkjun og notkun RSA auðkennislyklanna má finna hér til hliðar.

Sæktu RSA auðkennislykil

Áhættugreining

Öryggiskerfið lærir að þekkja hegðun og aðstæður hvers viðskiptavinar og fylgist með frávikum frá venjunni. Að öllu jöfnu finna viðskiptavinir ekki fyrir kerfinu en það bregst við ef frávik verða frá hefðbundinni notkun.

Áhættumat þetta er samsett af mynstur- og umhverfisgreiningu. Mynsturgreiningin ber saman núverandi hegðun viðskiptavinar við hans fyrri hegðun en umhverfisgreiningin gaumgæfir margvíslegar aðstæður viðskiptavinar.

Spurt og svarað um áhættugreiningu

Sæktu RSA appið

Sæktu RSA plastlykil

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.


Öryggi í bankaviðskiptum

Fjársvikarar notar ýmsar leiðir til að pretta fólk. Mikilvægt er að halda vöku sinni og veita því athygli sem kann að vera grunsamlegt. Góð vörn gegn fjársvikum er að þekkja algengar aðferðir sem notaðar eru til að pretta fólk.

Kynntu þér málið