Netbanki einstaklinga

Öryggiskerfi netbankans

Öryggiskerfi Landsbankans fyrir netbanka einstaklinga hámarkar öryggi notandans, gerir auðkennislykla óþarfa, eykur þægindi við notkun og dregur úr líkum á fjársvikum og annarri misnotkun. Öryggiskerfið lærir að þekkja hegðun notandans og biður um staðfestingu á auðkenni ef brugðið er út af hefðbundinni notkun.

Nánar

Örugg innskráning

Þegar þú opnar netbanka einstaklinga eða netbanka fyrirtækja af vefsíðu Landsbankans sendir vafrinn notandanafn þitt og lykilorð yfir netið frá þinni tölvu til netþjóns okkar með EV SSL-tækninni (Extended Validation Secure Sockets Layer) sem dulkóðar upplýsingarnar frá tölvunni þinni.

Nánar