Símasvik

Símasvik

Símaveiðar

Símaveiðar (e. vishing) eru svipaðar vefveiðum og felast í því að símtal berst frá fjársvikara sem segir þér trúverðuga sögu til þess að reyna að fá þig til þess að deila upplýsingum.

Fjársvikarar geta hringt og þóst vera starfsmenn banka og tilkynnt þér að komið sé að endurnýjun debetkorts. Upplýsingar sem þeir kunna að gefa þér gætu verið á borð við að til þess að hægt sé að endurnýja kortið er korthafi beðinn um að gefa upp númerið aftan á debetkortinu, svonefnt tékkaábyrgðarnúmer. Upplýsingarnar eru síðan notaðar til að svíkja út fé, m.a. þegar greitt er á netinu eða með öðrum rafrænum hætti.

Hvernig má koma í veg fyrir svik sem þessi?

  • Aldrei deila PIN-númerinu þínu eða lykilorði með öðrum.
  • Bankar og lögregluyfirvöld munu aldrei biðja um PIN-númerið þitt, kortin þín eða fjármuni. Þau munu heldur aldrei biðja þig um að kaupa dýra hluti eða að millifæra fjármuni þína á nýjan bankareikning. Ef einhver hringir og biður þig um að gera eitthvað af þessu skaltu slíta samtalinu.
  • Ekki treysta því að það sem fram kemur á skjá símans staðfesti að sá sem hringir sé sá sem hann segist vera vegna þess að fjársvikarar geta breytt því sem þar kemur fram.

Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni