Peningaþvætti

Áreiðanleikakönnun

Áreiðanleikakönnun viðskiptavina gerir bankanum kleift að sinna eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkvæmt lögum þurfa allir viðskiptavinir að veita þessar upplýsingar um viðskipti sín við bankann.


Framkvæma þarf áreiðanleikakönnun með reglubundnum hætti en viðskiptavinir fá tilkynningu þegar kemur að því að svara þessum spurningum. Það er einfalt að svara og tekur augnablik en í árslok 2020 verður lokað fyrir aðgang að reikningum þar til könnuninni hefur verið svarað.

Við viljum benda á að þeir sem hefja viðskipti við bankann eða sækja um nýja þjónustu þurfa að vista gild og viðurkennd persónuskilríki hjá Landsbankanum. Það má gera með rafrænum skilríkjum í gegnum vef Landsbankans. Einnig er einfalt að uppfæra persónuupplýsingar, eins og t.d. lögheimili og samskiptaleiðir, í netbankanum undir stillingar.

Svara áreiðanleikakönnun

Nánari upplýsingar um rafræn skilríki


Þátttaka í peningaþvætti

Ein tegund fjársvika felst í því að glæpamenn fá saklaust fólk til liðs við sig í gegnum tölvupósta, vefsíður eða atvinnuauglýsingar og bjóða þeim gjald fyrir að millifæra peninga inn á aðra reikninga.

Þátttakandi í peningaþvætti felst í því að viðkomandi tekur við stolnu fé inn á reikninga sína og millifæra þá áfram, yfirleitt á erlenda bankareikninga.

Það varðar við lög að meðhöndla fé sem hefur verið aflað með sviksamlegum hætti, jafnvel þó viðkomandi viti ekki hvaðan peningarnir koma. Ekki heimila millifærslur fyrir aðra inn á og út af bankareikningi.

Stefna Landsbankans um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka


Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni