Peningaþvætti

Þátttaka í peningaþvætti

Ein tegund fjársvika felst í því að glæpamenn fá saklaust fólk til liðs við sig í gegnum tölvupósta, vefsíður eða atvinnuauglýsingar og bjóða þeim gjald fyrir að millifæra peninga inn á aðra reikninga.

Þátttakandi í peningaþvætti felst í því að viðkomandi tekur við stolnu fé inn á reikninga sína og millifæra þá áfram, yfirleitt á erlenda bankareikninga.

Það varðar við lög að meðhöndla fé sem hefur verið aflað með sviksamlegum hætti, jafnvel þó viðkomandi viti ekki hvaðan peningarnir koma. Ekki heimila millifærslur fyrir aðra inn á og út af bankareikningi.

Reglur Landsbankans um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka


Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni