Greiðslukortasvik

Greiðslukortasvik

Kynntu þér öryggisráðstafanir sem gott er temja sér til að fyrirbyggja að trúnaðar- og öryggisupplýsingar korthafa komist í hendur óprúttinna aðila.

Ef grunur leikur á að viðskiptavinur hafi orðið fyrir barðinu á fjársvikara er brýnt að hafa tafarlaust samband við bankann.

Mikilvægt er að viðskiptavinir yfirfari og/eða skrái upplýsingar, s.s. símanúmer og netfang, sem bankinn hefur hefur á skrá hjá sér svo hafa megi tafarlaust samband ef þörf reynist.

Gættu kortanna þinna vel

 • Skýldu innsláttarsvæði og settu hönd fyrir þegar PIN-númer er slegið inn.
 • Láttu utanaðkomandi aðila ekki trufla þig þegar þegar verslað er með greiðslukortum eða þegar tekið er út úr hraðbanka, jafnvel þó viðkomandi virðist hjálpsamur.
 • Vertu á varðbergi gagnvart þeim sem eru að horfa yfir öxlina á þér eða virðast hafa vilja til að dreifa athygli þinni þar sem þeir gætu verið að reyna að ná PIN-númerinu þínu og/eða greiðslukortinu.
 • Varastu að nota hraðbanka ef þú telur að átt hafi verið við búnað hraðbankans eða einhver í kringum hann lítur grunsamlega út.
 • Undirritaðu ný kort um leið og þú færð þau. Geymdu þau á öruggum stað.
 • Gættu að því að greiðsla með korti fari ávallt fram í þinni augsýn og afhentu aldrei kortið til aðila er kunna að banka uppá hjá þér.
 • Varastu að skrifa niður öryggis- eða kortaupplýsingar með þeim hætti að einhver geti áttað sig á þeim.
 • Athugaðu hvenær kortið þitt rennur út og hringdu í okkur ef nýtt kort hefur ekki borist þegar þú átt von á því.
 • Ef korti er stolið eða glatast skaltu hafa tafarlaust samband við bankann þinn.

Varðveittu PIN-númer og lykilorð

 • Ekki nota persónulegar upplýsingar eða talnasamsetningu sem auðvelt er að giska á þegar þú velur þér lykilorð.
 • Aldrei gefa upp PIN-númerið þitt eða lykilorð, ekki einu sinni í bankanum eða hjá lögreglunni.
 • Ekki geyma PIN-númerið þitt í símanum.
 • Mundu á skýla innsláttarsvæði og berðu hönd fyrir þegar PIN-númer er slegið inn.
 • Breyttu lykilorðinu þínu tafarlaust ef þig grunar að einhver viti hvað það er. Hægt er að breyta lykilorði í stillingum í netbankanum.

Við hraðbanka

 • Ekki nota hraðbanka ef eitthvað eða einhver í kringum hann lítur grunsamlega út. Gerðu starfsfólki bankans eða lögreglu tafarlaust viðvart.
 • Ekki setja sjálfa þig í hættu ef einhver eða eitthvað reynist grunsamlegt við hraðbankann.
 • Forðastu að nota hraðbanka ef grunsamlegt fólk er í kringum hann.
 • Ekki láta neinn trufla þig á meðan þú ert að nota hraðbanka, jafnvel þótt að viðkomandi virðist hjálpsamur.
 • Láttu Landsbankann vita tafarlaust ef að hraðbankinn skilar ekki kortinu þínu til baka.

Að versla á netinu

 • Notaðu tölvu eða búnað sem er með nýjasta öryggishugbúnaðinn. Uppfærðu öryggisbúnað og hugbúnað reglulega.
 • Kynntu þér vel við hvern þú ert að versla áður en þú gefur upp kortaupplýsingar á netinu eða í síma.
 • Sláðu aðeins inn kortaupplýsingar á öruggum síðum. Gakktu úr skugga um að vefslóðin byrji á "https" og að vefslóðin sýni lás sem er læstur og að nafn eiganda vefsins sé sýnilegt hjá lásnum. Sjá dæmi um útlit vefslóðar á öruggum síðum.
 • Forðastu að slá inn kortaupplýsingar á sameiginlegum eða opinberum tölvum.
 • Skráðu þig alltaf út eftir að hafa verslað á netinu og geymdu staðfestingarpóst sem staðfestingu fyrir kaupum þínum.

Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni