Sviksemi og öryggi í bankaviðskiptum

Fjársvikarar notar ýmsar leiðir til að pretta fólk. Þannig geta símtöl, bréf, tölvupóstar og smáskilaboð frá fjársvikurum virst lögmæt og sannfærandi. Mikilvægt er að halda vöku sinni og veita því athygli sem kann að vera grunsamlegt.

Góð ráð til að tryggja örugg bankaviðskipti

Landsbankinn leggur sig fram um að tryggja öryggi þitt á netinu og í farsímanum. Við hvetjum þig þó til að gera það sem í þínu valdi stendur til að stuðla að enn frekara öryggi í bankaviðskiptum þínum.

  • Verndaðu tölvuna og annan búnað með nýjum öryggishugbúnaði. Uppfærðu öryggisbúnað og hugbúnað reglulega.
  • Aldrei skrá þig inn í netbankann í gegnum slóð í tölvupósti. Sláðu annaðhvort slóðina inn í vefslóðarlínuna eða notaðu bókamerkin þín.
  • Búðu til PIN-númer eða lykilorð sem erfitt er að giska á. Öruggustu lykilorðin eru sambland af bókstöfum, tölustöfum og táknum.
  • Breyttu lykilorðinu án tafar ef þú heldur að einhver hafi komist að því hvað það er.
  • Ekki láta neinum í té öryggisupplýsingar þínar í netbankanum. Til að fyrirbyggja að óprúttnir aðilar komist yfir öryggisupplýsingar ráðleggjum við viðskiptavinum að skrifa slíkar upplýsingar aldrei niður eða vista þær í síma þannig að einhver geti áttað sig á þeim.
  • Aldrei gefa upp PIN-númerið þitt, leyniorðið eða aðrar öryggisupplýsingar í símtali, tölvupósti eða smáskilaboðum.
  • Hafðu varann á þér þegar þú opnar viðhengi, slóð í tölvupósti eða smáskilaboð sem þú átt ekki von á eða ert óviss um.
  • Ekki láta vafrann muna lykilorðið í netbankann þinn. Hafir þú þegar gert það er gott að hreinsa minnið í stillingum vafrans og breyta lykilorðinu.
  • Bankar hringja aldrei í þig og biðja þig um að millifæra inn á nýjan reikning. Slík símtöl skaltu leiða hjá þér. Gakktu úr skugga um að við höfum nýjasta farsímanúmerið þitt svo við getum hringt í þig ef við verðum vör við grunsamlegar hreyfingar á reikningnum þínum.

Hafðu samband

Ef þú telur að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita og eftir atvikum kæra málið til lögreglu.

Þú getur sent tölvupóst til Þjónustuvers í netfangið info@landsbankinn.is eða hringt í síma 410 4000.

Verum vakandi

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi. Á sérstöku svæði á Umræðunni má finna aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Lesa á Umræðunni