Viðskiptavakt

Viðskiptavakt

Landsbankinn sinnir viðskiptavakt fyrir fjölda útgefanda skráðra verðbréfa og með íslensku krónuna á millibankamarkaði. 

Hlutverk viðskiptavaka er að stuðla að góðri verðmyndun og seljanleika á markaði með því að leggja á hverjum tíma fram í eigin reikning, bæði kaup- og sölutilboð með ákveðnu hámarks verðbili í þá eign sem vaktin nær til.

Landsbankinn er einn af þremur viðskiptavökum með íslensku krónuna á millibankamarkaði. Á hlutabréfamarkaði sinnir Landsbankinn nú samningsbundinni viðskiptavakt með hlutabréf Sýnar, Origo, Regins og Sjóvá. Þá er Landsbankinn aðalmiðlari og viðskiptavaki með skuldabréf útgefin af ríkissjóði, Íbúðalánasjóði, Lánasjóði sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Landsbankinn er einnig viðskiptavaki með sértryggðum skuldabréfum útgefnum af Arion banka og Íslandsbanka.

Hafðu samband

Fáðu tilboð í viðskiptavakt í síma 410 7330 eða netfanginu vidskiptavakt@landsbankinn.is.