Lausafjárstýring

Lausafjárstýring

Eignastýring Landsbankans býður upp á fjölbreytta og sveigjanlega þjónustu í ávöxtun lausafjár fyrirtækja. Fjárfestingarstefna viðskiptavinar er ákvörðuð fyrirfram. Tiltekin eru hlutföll eignasafns sem liggja í óverðtryggðum óbundnum innlánum, peningamarkaðsinnlánum, skammtímaverðbréfasjóðum og í ríkisskuldabréfum til skamms tíma.

Þjónustan er sérsniðin að lausafjárþörf viðskiptavinarins og hefur hann beinan aðgang að sérfræðingum Eignastýringar sem og öðrum deildum bankans.

Rík áhersla er lögð á upplýsingagjöf sniðna að þörfum viðskiptavinarins varðandi fjárfestingar, ávöxtun og horfur á mörkuðum til skemmri eða lengri tíma.

Kostir lausafjárstýringar:

  • Vöktun og stýring eignaflokka.
  • Lágmörkun viðskiptakostnaðar.
  • Aðgangur að eigin fjármálaráðgjafa.
  • Aðgengi að sérfræðiteymi Landsbankans.
  • Regluleg upplýsingagjöf.

 

Fá ráðgjöf

Upplýsingar af mörkuðum

Á sjóðasíðu okkar má finna upplýsingar um fjölbreytt úrval verðbréfa- og fjárfestingarsjóða; þróun ávöxtunar, gengi, eignasamsetningu, áhættukvarða og samanburð.

landsbankinn.is/markadir

Hafðu samband
Nafn Netfang Símanúmer
Guðni Hafsteinsson gudni.hafsteinsson@landsbankinn.is 410 7143
Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir vigdis.s.hrafnkelsdottir@landsbankinn.is 410 7161
Ægir Örn Gunnarsson aegir.o.gunnarsson@landsbankinn.is 410 7162