Eignastýring

Eignastýring lögaðila

Landsbankinn býður upp á sérsniðna eignastýringu fyrir lögaðila, þ.m.t. fyrirtæki, styrktarsjóði og lífeyrissjóði. Eignastýring býður einnig lífeyrissjóðum upp á alhliða þjónustu, s.s. bókhald, móttöku iðgjalda, útreikning og útgreiðslu lífeyris.

Virk stýring

Eignastýring sér um sérsniðna stýringu eignasafna fyrir fyrirtæki, styrktarsjóði og lífeyrissjóði.

Virk stýring hentar vel þeim sem hafa ekki tíma eða þekkingu til að liggja yfir mörkuðunum til að taka ákvarðanir um að fjárfesta eða selja í tilteknum fjármálagerningum.

Í upphafi er mótuð fjárfestingarstefna sem tekur mið af markmiðum og aðstæðum hvers viðskiptavinar. Sérfræðingar Eignastýringar sjá síðan um að fjárfesta fyrir viðskiptavini sína innan þess ramma sem markaður hefur verið.

Eignasamsetning safnsins er þannig í stöðugri endurskoðun, sem er nauðsynlegt í síbreytilegu umhverfi. Með þessu er stefnt að hámarksávöxtun fyrir viðskiptavininn. Eignasafni viðskiptavina er að sjálfsögðu haldið aðskildu frá eignum annarra og eignum bankans.

Ýtarleg yfirlit með upplýsingum um eignastöðu og hreyfingar tímabilsins eru send út reglulega. Auk þess eru haldnir upplýsingafundir með viðskiptavinum sem og stjórnum þeirra ef þess er óskað.

Kostir virkrar eignastýringar:

 • Áhættudreifing eigna.
 • Vöktun og stýring eignaflokka.
 • Lágmörkun viðskiptakostnaðar.
 • Aðgangur að eigin fjármálaráðgjafa.
 • Aðgengi að sérfræðiteymi Landsbankans.
 • Regluleg upplýsingagjöf.

Ráðgjafasamningur

Ráðgjafarsafn hentar þeim sem fylgjast vel með verðbréfamarkaðinum og hafa ákveðnar skoðanir á hinum ýmsu fjárfestingum. Ráðgjafarsöfnum tengist gjarnan sérhæfð þjónusta á ýmsum sviðum bankaviðskipta sem fjármálaráðgjafi sér um ásamt öðrum sérfræðingum Landsbankans.

Kostir ráðgjafarsamnings:

 • Aðgangur að eigin fjármálaráðgjafa.
 • Aðgengi að sérfræðiteymi Landsbankans.
 • Hagstæðari viðskiptakjör.
 • Persónuleg ráðgjöf sniðin að þínum þörfum.
 • Ráðgjöf um áhættudreifingu eigna.
 • Regluleg upplýsingagjöf.

Þjónusta við lífeyrissjóði

Eignastýring Landsbankans býður upp á alhliða þjónustu fyrir lífeyrissjóði þar sem séð er um allan rekstur lífeyrissjóðsins þar með talið bókhald, móttaka lífeyrisiðgjalda, útreikning og útgreiðslu lífeyris, skýrslugerð til opinberra aðila og ársreikningagerð.

Hafðu samband
Nafn Netfang Símanúmer
Ólafur Frímann Gunnarssonn, forstöðumaður og formaður fjárfestingarráðs Olafur.F.Gunnarsson@landsbankinn.is 410 7173
Guðni Hafsteinsson gudni.hafsteinsson@landsbankinn.is 410 7143
Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir vigdis.s.hrafnkelsdottir@landsbankinn.is 410 7161
Ægir Örn Gunnarsson aegir.o.gunnarsson@landsbankinn.is 410 7162

 

Fá ráðgjöf

Upplýsingar af mörkuðum

Á sjóðasíðu okkar má finna upplýsingar um fjölbreytt úrval verðbréfa- og fjárfestingarsjóða; þróun ávöxtunar, gengi, eignasamsetningu, áhættukvarða og samanburð.

landsbankinn.is/markadir