Þjónusta

Landsbankinn býður upp á margskonar þjónustu og ráðgjöf um fjárfestingar, eignastýringu og markaðsviðskipti sem hentar einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.


Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti veita ráðgjöf til fyrirtækja og stærri fjárfesta varðandi kaup og sölu gjaldeyris eða verðbréfa og hefur milligöngu um kaup og sölu verðbréfa, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf, innanlands sem erlendis.

Nánar

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans veitir fyrirtækjum og fjárfestum sjálfstæða ráðgjöf varðandi kaup, sölu og samruna fyrirtækja og rekstrareininga. Ennfremur hefur hún umsjón með hlutafjárútboðum, skráningu hlutafjár í kauphöll og veitir ráðgjöf því tengdu.

Nánar


Eignastýring lögaðila 

Landsbankinn býður upp á sérsniðna eignastýringu fyrir lögaðila, þ.m.t. fyrirtæki, styrktarsjóði og lífeyrissjóði. Stýring eigna býður einnig lífeyrissjóðum upp á alhliða þjónustu, s.s. bókhald, móttöku iðgjalda, útreikning og útgreiðslu lífeyris.

Nánar

Lausafjárstýring

Eignastýring Landsbankans býður upp á fjölbreytta og sveigjanlega þjónustu í ávöxtun lausafjár fyrirtækja. Fjárfestingarstefna viðskiptavinar er ákvörðuð fyrirfram.

Nánar


Viðskiptavakt

Landsbankinn sinnir viðskiptavakt fyrir fjölda útgefenda skráðra verðbréfa og með íslensku krónuna á millibankamarkaði. Hlutverk viðskiptavaka er að stuðla að góðri verðmyndun og seljanleika á markaði með því að leggja á hverjum tíma fram í eigin reikning, bæði kaup- og sölutilboð með ákveðnu hámarks verðbili í þá eign sem vaktin nær til.

Nánar

Erlendar fjárfestingar

Landsbankinn býður úrval fjárfestingarkosta sem henta ólíkum markmiðum og annast viðskipti með bréf og sjóði á öllum helstu mörkuðum heims fyrir viðskiptavini sína.

Nánar


Einkabankaþjónusta

Einkabankaþjónusta Landsbankans er sérhæfð fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga og félög sem vilja byggja upp öflugt safn verðbréfa og njóta í leiðinni sérfræðiráðgjafar Landsbankans.

Nánar

Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta

Hjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu starfa ráðgjafar með víðtæka reynslu í að aðstoða viðskiptavini við val á sparnaðarleiðum og uppbyggingu á eignasafni, allt eftir stöðu og markmiðum hvers og eins.

Nánar