Einblöðungar

Landsbréf - Veltubréf

Fyrir hverja?

Sjóðurinn er ætlaður einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum. Sjóðurinn hentar þeim fjárfestum sem vilja fjárfesta í innlánum hjá fjármálastofnunum og dreifðu safni peningamarkaðsskjala sem útgefin eru af íslenska ríkinu, fjármálastofnum og sveitarfélögum. Markmið með útgáfu Veltubréfa er að gefa fjárfestum færi á að kaupa hlutdeildarskírteini í sjóði með fremur lítilli áhættu þegar horft er til vaxtaáhættu en fremur áhættusamri fjárfestingastefnu þegar horft er til skuldaraáhættu sjóðsins. Grunnmynt sjóðsins er íslenskar krónur og er markmið sjóðsins að ná ávöxtun sem endurspeglar skammtímavaxtastig á Íslandi.

Fjárfestingarstefna

Veltubréf eru fjárfestingarsjóður. Sjóðurinn fjárfestir fyrst og fremst í innlánum hjá fjármálafyrirtækjum og í peningamarkaðsskjölum útgefnum af ríki, sveitarfélögum og fjármálafyrirtækjum. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 eru peningamarkaðsskjöl skilgreind sem þeir flokkar fjármálagerninga sem viðskipti fara venjulega fram með á skammtímamarkaði (peningamarkaði), svo sem víxlar ríkis og sveitarfélaga, innlánsskírteini og viðskiptabréf að undanskildum greiðsluskjölum. Meðallíftími verðbréfa sjóðsins skal vera undir 180 dögum en líftími einstakra eigna í eigu sjóðsins skal ávallt vera styttri en 397 dagar. Það gildir þó ekki um eignir með ábyrgð ríkis, en ekki eru sérstakar takmarkanir á líftíma þeirra.

Gengisþróun

Lægst: 1.270,84 Hæst: 1.288,22 Upphaf: 1.270,84 Endir: 1.288,22

Eignasamsetning

Eignaflokkar 1.8.2020 Lágmark Hámark
Innlán hjá fjármálafyrirtækjum 75,3% 40% 100%
Peningamarkaðsgerningar og skuldabréf útgefin af ríki eða með ríkisábyrgð 22,0% 0% 60%
Peningamarkaðsgerningar og skuldabréf útgefin af fjármálafyrirtækjum 2,3% 0% 60%
Reiðufé 0,5% 0% 10%
Afleiður 0,0% 0% 10%
Peningamarkaðsgerningar og skuldabréf útgefin af sveitarfélögum 0,0% 0% 50%

Um sjóðinn

Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður (Non -UCITS), starfræktur í samræmi við lög nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir samkvæmt lögunum. Sjóðurinn er rekinn af Landsbréfum hf., rekstrarfélagi með starfsleyfi á Íslandi og heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hf. er vörsluaðili sjóðsins. Upplýsingar varðandi skattlagningu má nálgast í skjalinu Skattamál. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel reglur og útboðslýsingu sjóða áður en fjárfest er í þeim. Innlausnarvirði hlutdeildarskírteina sjóðsins er virði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum sjóðsins, s.s. ógreiddri umsýslu, þóknunum og öðrum gjöldum. Við samanburð á fjárfestingu í sjóði og bankainnlánum þarf að taka mið af því að eignarhlutdeild í sjóði nýtur ekki sambærilegrar tryggingaverndar hjá Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta og hefðbundin innlán njóta.

Flokkar
Bloomberg ISIN Lágmarksf. Umsýsluþ.
LABRLIQ IR IS0000025351 5.000 ISK 0,35%

Kynntu þér málið

Næstu skref ...

Kaupa í sjóði

Lykilupplýsingar

Skoða upplýsingablað

Nafnávöxtun

Nafnávöxtun 6.8.2020

Tímabil Uppsafn. Ársgr.
Frá áramótum 1,75% -
Síðasta mánuð 0,17% -
Síðustu 2 mán. 0,31% -
Síðustu 3 mán. 0,62% -
Síðustu 6 mán. 1,39% -
Síðasta 1 ár 3,24% 3,24%
Síðustu 2 ár 7,74% 3,80%
Síðustu 3 ár 12,14% 3,89%
Síðustu 4 ár 18,00% 4,22%
Síðustu 5 ár 24,90% 4,55%

Upplýsingar

Kennitala 601114-9920
Tegund Skuldabréfasjóður
Sjóðsform Fjárfestingarsjóður (Non-UCITS)
Stofndagur 5. desember 2014
Lögheimili Ísland
Stærð 35.326,0 m. ISK
Grunnmynt ISK
Sjóðsstjórn Rósa Björgvinsdóttir Sandra B. Ævarsdóttir
Afgreiðslutími 09:30 - 14:30 GMT
Uppgjörstími kaupa 1 bankadagur
Uppgjörstími sölu 1 bankadagur
Afgreiðslugjald 450 ISK
Áskriftarmöguleiki
Afsl. á gengismun í áskrift 100%

Fylgiskjöl

Hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf
Nafn Netfang Símanúmer
Anthony Karl Gregory Anthony.K.Gregory@landsbankinn.is 410 7586 
Friðbert G. Gunnarsson Fridbert.G.Gunnarsson@landsbankinn.is 410 7166
Gústav Gústavsson Gustav.Gustavsson@landsbankinn.is 410 6221
Jóhanna M. Jónsdóttir Johanna.M.Jonsdottir@landsbankinn.is 410 7169
Marteinn Kristjánsson Marteinn.Kristjansson@landsbankinn.is 410 7109
Þórdís Erla Magnúsdóttir Thordis.E.Magnusdottir@landsbankinn.is 410 7163