Einblöðungar

Eignadreifing Langtíma

Fyrir hverja?

Landsbréf - Eignadreifing langtíma er fjárfestingarsjóður með virka eignastýringu. Sjóðurinn hentar þeim sem vilja fjárfesta í vel dreifðu og blönduðu eignasafni verðbréfa, sjóða og innlána. Til skamms tíma má búast við umtalsverðum sveiflum í ávöxtun sjóðsins og ráðlagður fjárfestingartími er 3 ár eða lengri.

Árangurstengd þóknun er 10% á ári af ávöxtun umfram viðmið sem er innlánsvextir Seðlabankans.

Fjárfestingarstefna

Fjárfest er aðallega í innlendum og erlendum sjóðum ásamt skuldabréfum og hlutabréfum. Einnig er fjárfest í innlánum hjá fjármálafyrirtækjum og stökum peningamarkaðsgerningum. Sjóðurinn hefur heimild til fjárfestinga í erlendum hlutabréfum og skuldabréfum. Heimild er til afleiðuviðskipta.

Hámarksfjárfesting í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er 60% af eignum sjóðsins og hámarksfjárfesting í erlendum sjóðum og verðbréfum er 60%.

Gengisþróun

Lægst: 16,55 Hæst: 19,11 Upphaf: 16,65 Endir: 19,03

Eignasamsetning

Eignaflokkar 1.9.2020 Lágmark Hámark
Erlendir verðbréfasjóðir og kauphallarsjóðir 20,3% 0% 50%
Fjárfestingarsjóðir sem fjárfesta aðallega í skráðum skuldabréfum öðrum en ríkistryggðum 19,1% 0% 60%
Skráð skuldabréf og peningamarkaðsgerningar önnur en ríkistryggð 18,8% 0% 60%
Innlendir fagfjárfestasjóðir 17,9% 0% 20%
Fjárfestingarsjóðir sem fjárfesta aðallega í hlutabréfum 16,4% 0% 60%
Hlutabréf 3,5% 0% 60%
Skuldabréf og peningamarkaðsgerningar gefin út af eða með ábyrgð íslenska ríkisins 2,2% 0% 60%
Reiðufé 1,8% 0% 10%
Afleiður 0,0% 0% 20%
Erlend skráð hlutabréf 0,0% 0% 60%
Verðbréfasjóðir sem fjárfesta aðallega í hlutabréfum 0,0% 0% 60%
Erlend skráð skuldabréf 0,0% 0% 50%
Verðbréfasjóðir sem fjárfesta aðallega í skráðum skuldabréfum öðrum en ríkistryggðum 0,0% 0% 60%
Fjárfestingarsjóðir sem fjárfesta í innlánum, skuldabréfum og peningamarkaðsgerningum og hafa meðallíftíma að hámarki 397 daga 0,0% 0% 60%
Innlán hjá fjármálafyrirtækjum 0,0% 0% 60%
Verðbréfasjóðir sem fjárfesta aðallega í skuldabréfum og peningamarkaðsgerningum útgefnum af íslenska ríkinu eða með ábyrgð þess ásamt innlánum 0,0% 0% 60%

Um sjóðinn

Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður (Non -UCITS), starfræktur í samræmi við lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir samkvæmt lögunum. Sjóðurinn er rekinn af Landsbréfum hf., rekstrarfélagi með starfsleyfi á Íslandi og heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Landsbankinn hf. er vörsluaðili sjóðsins. Upplýsingar varðandi skattlagningu má nálgast í skjalinu Skattamál. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingu sjóða áður en fjárfest er í þeim. Innlausnarvirði hlutdeildarskírteina sjóðsins er virði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum sjóðsins, svo sem ógreiddri umsýslu, þóknunum og öðrum gjöldum.

Fjárfestar

Flokkar
Bloomberg ISIN Lágmarksf. Umsýsluþ.
LABRAAF IR IS0000020675 5.000 ISK 1,25%

Kynntu þér málið

Næstu skref ...

Kaupa í sjóði

Lykilupplýsingar

Skoða upplýsingablað

Nafnávöxtun

Nafnávöxtun 17.9.2020

Tímabil Uppsafn. Ársgr.
Frá áramótum 9,21% -
Síðasta mánuð 1,55% -
Síðustu 2 mán. 1,63% -
Síðustu 3 mán. 4,52% -
Síðustu 6 mán. 13,48% -
Síðasta 1 ár 13,11% 13,11%
Síðustu 2 ár 19,51% 9,32%
Síðustu 3 ár 21,19% 6,62%
Síðustu 4 ár 17,79% 4,18%
Síðustu 5 ár 27,53% 4,98%

Upplýsingar

Kennitala 550811-9950
Tegund Blandaður sjóður
Sjóðsform Fjárfestingarsjóður (Non-UCITS)
Stofndagur 15. nóvember 2011
Lögheimili Ísland
Stærð 840,4 m. ISK
Grunnmynt ISK
Sjóðsstjórn Guðmundur K. Guðmundsson Valgarð Briem
Afgreiðslutími 09:30 - 13:30 GMT
Uppgjörstími kaupa 2 bankadagar
Uppgjörstími sölu 2 bankadagar
Gjald við kaup 1%
Afgreiðslugjald 450 ISK
Áskriftarmöguleiki
Afsl. á gengismun í áskrift 100%

Fylgiskjöl

Hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf
Nafn Netfang Símanúmer
Anthony Karl Gregory Anthony.K.Gregory@landsbankinn.is 410 7586 
Friðbert G. Gunnarsson Fridbert.G.Gunnarsson@landsbankinn.is 410 7166
Gústav Gústavsson Gustav.Gustavsson@landsbankinn.is 410 6221
Jóhanna M. Jónsdóttir Johanna.M.Jonsdottir@landsbankinn.is 410 7169
Marteinn Kristjánsson Marteinn.Kristjansson@landsbankinn.is 410 7109
Þórdís Erla Magnúsdóttir Thordis.E.Magnusdottir@landsbankinn.is 410 7163