Fréttir

mánudagur, 12. febrúar 2018, 19:55

Marel hf.

Marel hf. Veiting kauprétta

Stjórn Marel hf. ákvað þann 12. febrúar 2018 að veita starfsmönnum kauprétti að
allt að 4,1 milljónum hluta í félaginu. 

Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins
til lengri tíma. Er þetta í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem
samþykkt var á síðasta aðalfundi Marel 2. mars 2017. Kaupréttirnir verða
veittir meðlimum framkvæmdastjórnar félagsins ásamt hópi valdra starfsmanna í
lykilstöðum. 

Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:

 -- Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu EUR 2,923 á hlut.
[1]
   Verðið skal leiðrétt fyrir arðgreiðslum sem kunna að verða ákveðnar frá
   útgáfudegi kaupréttanna.
 -- Ávinnslutími (e. vesting time) er þrjú ár frá úthlutun. Heimilt verður að
   nýta áunna kauprétti tvisvar á ári, í apríl og október eftir birtingu
   ársfjórðungsuppgjöra. Fyrsta nýtingartímabil mun hefjast þegar eftir
   birtingu fyrsta ársfjórðungsuppgjörs ársins 2021. Kaupréttarhafar geta
   frestað nýtingu á kaupréttum sínum til fyrsta ársfjórðungs ársins 2022,
   þegar samningarnir renna út og falla þá ónýttir kaupréttir niður á sama
   tíma.
 -- Kaupréttarhafar þurfa að kaupa hlutabréf í Marel fyrir því sem nemur
   fjárhæð hreins hagnaðar af kaupréttunum þegar skattar hafa verið dregnir
   frá, og halda þeim bréfum til starfsloka hjá Marel.

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Marel hf. hefur veitt starfsmönnum
sínum nemur nú alls 14,0 milljónum hluta, sem nemur um 1,9% hlutafjár í
félaginu, og er þá meðtalin þessi nýja úthlutun kauprétta. Heildarkostnaður
félagsins vegna nýju samninganna á næstu þremur árum er áætlaður um 2,1
milljónir evra og er þá byggt á reiknilíkani Black-Scholes. 

Nánari upplýsingar um kauprétti sem veittir eru framkvæmdastjórn Marel:Nafn   Staða        Nýr   Áður      Hlutafjár Hlutafjáreign 
                kaupré  úthlutaður,  eign    fjárhagslega 
                ttur   ónýttur    innherja  tengdra aðila
                     kaupréttur               
Árni   Forstjóri      650.000    960.000   64.634     67.235
 Oddur                                     
 Þórðars                                    
on                                       
                                        
Linda   Fjármálastjóri    425.000   1.029.000  158.500        0
 Jónsdót                                    
tir                                       
                                        
Árni   Yfirmaður      425.000   1.005.000     0     100.000
 Sigurðs  stefnumótunar og                           
son    þróunar                               
                                        
Anton de Yfirmaður      250.000    905.000   15.000        0
 Weerd   alifuglaiðnaðar                           
                                        
David   Yfirmaður      250.000    947.000   27.300        0
 Wilson  kjötiðnaðar                             
                                        
Sigurður Yfirmaður      250.000    805.000     0        0
 Ólason  fiskiðnaðar                             
                                        
Jesper  Yfirmaður frekari  250.000    200.000     0        0
 Hjortsh  vinnslu                               
øj                                       
                                        
Davíð   Yfirmaður      250.000    805.000  135.000        0
 Freyr   mannauðsmála                             
 Oddsson                                    
                                        
Folkert  Yfirmaður      250.000       0   17.862        0
 Bölger  alþjóðlegrar                             
      framleiðslu- og                           
      aðfangastýringar                           
                                        
Pétur   Yfirmaður      250.000   1.120.000  219.430        0
 Guðjóns  viðskipta- og                            
son    sölusviðs                              
                                        
Viðar   Yfirmaður      250.000    829.000   65.000        0
 Erlings  alþjóðlegrar                             
son    nýsköpunar og                            
      þróunar                               
[1]Kaupréttargengið er ákvarðað út frá lokagengi hlutabréfa Marel hf. á NASDAQ
Iceland hf. þann 12. febrúar 2018, þ.e. ISK 366,00 á hlut, umreiknað með
miðgengi Seðlabanka Íslands sama dag: EUR/ISK: 125,20

Til baka

Fréttir úr Kauphöll


Reglur um verðbréfaviðskipti

Fyrirvarar um verðbréfaviðskipti

Viðskipti með verðbréf í netbanka einstaklinga

Viðskipti með verðbréf í netbanka fyrirtækja