Fréttir

mánudagur, 12. febrúar 2018, 17:24

Marel hf.

Aðalfundur Marel hf. 2018

                    

Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9,
210 Garðabæ, þriðjudaginn 6. mars nk., kl. 16:00. 

Dagskrá:

 -- Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.13 í samþykktum félagsins.
 -- Skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu.
 -- Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf.
 -- Önnur mál, löglega borin fram.

Fundarstörf munu fara fram á ensku.

Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn
skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm
sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 1.
mars. 

Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar
þar til umræðu verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en tíu
dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 laugardaginn 24. febrúar. 

Á aðalfundarvef félagsins, www.marel.com/agm, er að finna allar frekari
upplýsingar í tengslum við aðal­fundinn, þ.m.t. frekari upplýsingar um rétt
hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram
ályktunartillögur fyrir fundinn, drög að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar
félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2017, upplýsingar um heildarfjölda
hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v. 7. febrúar 2018, umboðsform auk
upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn. 

Endanleg dagskrá fundarins og tillögur verða gerðar aðgengilegar hluthöfum sjö
dögum fyrir fundinn á framangreindum aðalfundarvef félagsins sem og á
skrifstofu félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ. 

Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang.
Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30. 

Stjórn Marel hf.

Til baka

Fréttir úr Kauphöll


Reglur um verðbréfaviðskipti

Fyrirvarar um verðbréfaviðskipti

Viðskipti með verðbréf í netbanka einstaklinga

Viðskipti með verðbréf í netbanka fyrirtækja