Fréttir

föstudagur, 5. janúar 2018, 10:01

Nasdaq Nordic

Nýr framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

Reykjavík, 5. janúar, 2018 -- Magnús Kristinn Ásgeirsson, lögfræðingur hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.Tekur hann við
starfinu af Guðrúnu Ó. Blöndal, sem gegnt hefur starfinu undanfarin fjögur ár
en lætur nú af störfum að eigin ósk. 

Magnús er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og hlaut Mag Jur. gráðu frá
lagadeild Háskóla Íslands árið 2009. Hann hefur starfað hjá Nasdaq síðan
sumarið 2007; sem lögfræðingur á eftirlitssviði Nasdaq á Íslandi (Kauphöllinni)
2008-2009, hjá viðskiptaeftirliti Nasdaq í Stokkhólmi 2009-2010 og síðan aftur
hjá Kauphöllinni sem yfirlögfræðingur hennar frá árinu 2011. Magnús tók þá
einnig við stöðu yfirlögfræðings allrar starfsemi Nasdaq á Íslandi sem telur
Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð, seint á árinu 2013 og hefur gegnt
þeirri stöðu fram að þessu. 

¿Við hjá Nasdaq þekkjum Magnús og hans störf vel og erum mjög ánægð með að hann
skuli hafa þegið boð um að taka að sér nýtt hlutverk innan fyrirtækisins.¿,
segir Arminta Saladziene, framkvæmdastjóri verðbréfalausna hjá Nasdaq.
¿Jafnframt þökkum við Guðrúnu Blöndal fyrir afskaplega vel unnin störf og óskum
henni alls velfarnaðar.¿ 

Magnús mun hefja störf þann 1. febrúar.

(mynd í viðhengi)

                    ¿#Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði
verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu
og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum
sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í
viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í
nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum
kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 90 mörkuðum í 50 löndum og
knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili
meira en 3,900 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 12 billjón
Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/ 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar
eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá
1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar
taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og
þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir
framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram
kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í
staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir
þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast
þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form
10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins.
Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti
staðhæfingar um framtíðarhorfur. 

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki,
Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. 


     Fjölmiðlasamskipti
     Kristín Jóhannsdóttir
     kristin.johannsdottir@nasdaq.com
     8689836

magnus_asgeirsson_kauphollin_svhv_15.jpg

Til baka

Fréttir úr Kauphöll


Reglur um verðbréfaviðskipti

Fyrirvarar um verðbréfaviðskipti

Viðskipti með verðbréf í netbanka einstaklinga

Viðskipti með verðbréf í netbanka fyrirtækja