Störf í boði

Störf í boði

Verkefnastjóri

Landsbankinn hefur sett sér metnaðarfulla stefnu um þróun stafrænna lausna og vantar nýjan liðsfélaga í starf verkefnastjóra.

Við leitum að drífandi einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að leiða fjölbreytt og spennandi verkefni bankans.

 

Helstu verkefni

 • Skipuleggja, stjórna og veita verkefnum forystu
 • Leiða þverfaglega verkefnahópa og miðla upplýsingum til hagsmunaaðila innan og utan bankans
 • Stuðla að markvissri framkvæmd, ákvarðanatöku og innleiðingu verkefna
 • Stýra gæðum, kostnaði og áhættu verkefna á skilvirkan og faglegan háttHæfni og menntun

 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á að vinna með fólki í ólíkum teymum
 • Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsnám í stjórnun, s.s. MPM eða MBA, er kostur
 • Reynsla á sviði fjármálaþjónustu og þróun stafrænna lausna er kostur


Nánari upplýsingar veita Helga B. Sigbjarnardóttir hópstjóri Verkefnastofu, 

helga.b.sigbjarnardottir@landsbankinn.is og Berglind Ingvarsdóttir mannauðsráðgjafi, berglindi@landsbankinn.is.

Umsóknarfrestur er til og með 19. september nk.


Sækja um

Almenn umsókn

Umsóknarvefur Landsbankans


Um Landsbankann

 • Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.
 • Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á að vinnustaðurinn sé skemmtilegur, starfsánægju og gott starfsumhverfi sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks.
 • Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta séu lykillinn að farsælum rekstri bankans.

Að sækja um vinnu

Þegar sótt er um starf skal leggja áherslu á að fylla vandlega út umsókn. Vel framsettur ferill með réttum upplýsingum um fyrri störf og menntun eykur líkur á að umsóknin standist samanburð við aðrar umsóknir.

Ferilskrá má skipta upp í eftirfarandi flokka:

 • Persónuupplýsingar
 • Menntun (nýjast efst)
 • Starfsreynsla (nýjast efst)
 • Námskeið / Önnur kunnátta (t.d. tungumálakunnátta eða tölvufærni)
 • Félagsstörf
 • Umsagnaraðilar

Forðast skal að hafa ferilskrá með löngum setningum. Draga skal út aðalatriði og setja fram á skipulagðan hátt. Gott er að fá einhvern annan til að lesa yfir umsóknina eða ferilskrána til að fá annað álit og til að leiðrétta stafsetningarvillur. Gefðu upp símanúmer og netfang þar sem auðveldast er að ná í þig.

Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal

Það er nauðsynlegt að mæta vel undirbúinn í atvinnuviðtal. Umsækjandi skal mæta á réttum tíma og vera snyrtilegur til fara. Gott er að vera búinn að kynna sér fyrirtækið og þær vörur og þjónustu sem það býður upp á.

Mikilvægt er að svara af hreinskilni um reynslu og þekkingu í viðtali. Gott er að undirbúa spurningar fyrirfram sem hægt er að bera upp í lok viðtals.