Spila

Kælan mikla

Næturblóm

Meðlimir Kælunnar miklu kynntust í framhaldsskóla en hljómsveitin varð til fyrir hálfgerða tilviljun í ljóðakeppni fyrir sex árum. Þær leika ískalt rafpopp og eru stundum skilgreindar sem Dark Wave eða óttabylgja. Þær njóta vaxandi athygli erlendis og hafa leikið á stórum tónleikum og tónlistarhátíðum víða um Evrópu. Í því ljósi virðast markmið þeirra kannski öfugsnúin því næsta skref, um leið og ný plata kemur út í nóvember, er að ná í meiri mæli eyrum Íslendinga.

Þú getur fylgst með Kælunni miklu á Instagram, Facebook, Spotify og Bandcamp.

„Textarnir okkar eru á íslensku svo við reynum að tjá það sem við erum að segja í myndmáli – þetta er pínu leikrit.“