Spila

Huginn

Veist af mér

Huginn æfði fótbolta af kappi þar til fyrir tveimur árum þegar hann ákvað að reyna fyrir sér sem listamaður. Eftir það hafa hlutirnir gerst hratt. Tónlistin gaf honum mikið svo hann hellti sér af alefli út í hana og fyrsta plata hans í fullri lengd, „Eini strákur“, kom út síðasta sumar. Huginn er oft skilgreindur sem rappari, en sjálfur veit hann varla hvort hann rappar eða syngur og reynir að gera sem minnst af því að skilgreina sig.

Þú getur fylgst með Hugin á Instagram, Facebook og Spotify.

„Ég reyni að setja mig ekki í kassa, ef mér finnst það gott þá geri ég það.“