Spila

Bríet

Carousel

Bríet ætlaði að verða leikkona þegar hún var barn en hún var alltaf umkringd tónlist og fimmtán ára gömul var hún allt í einu farin að syngja djass á veitingastöðum. Bríet ber með sér alþjóðlegan blæ, hún syngur um það sem stendur henni næst en hljómar helst eins og glænýtt raf-R&B frá bandarískri stórborg. Margir bíða þess að heyra hvert hún ætlar næst en Bríet er pollróleg, hún ætlar bara að leyfa hlutunum að gerast.

Þú getur fylgst með Bríeti á Instagram, Facebook og Spotify.

„Þetta er alltaf einhver saga af manni sjálfum sem maður er að segja, og það er alltaf svolítið erfitt en líka fallegt að opna sig svona fyrir öðrum.“