Spila

RuGl

Thoughts

RuGl er sett saman úr nöfnum meðlimanna, þeirra Ragnheiðar og Guðlaugar Fríðu. Þær komu fyrst fram í febrúar á söngkeppni í Hagaskóla, vöktu svo verðskuldaða athygli á Músíktilraunum og voru búnar að hita upp fyrir sjálfa Risaeðluna áður en voraði. Þær eru ekki nema fimmtán ára gamlar en textarnir og tónlistin bera vott um miklu eldri sálir.

Þú getur fylgst með RuGli á Facebook og Instagram.

Spila

RuGl

Run

„… og í þriðja skipti sem við spiluðum var það í beinni í sjónvarpinu. Við áttum aldrei von á því að okkur myndi ganga svona vel.“