Spila

Herra Hnetusmjör

Hvítur bolur gullkeðja

Herra Hnetusmjör byrjaði að rappa í djóki þegar hann var ellefu ára. Fyrsta lagið kom samt ekki út fyrr en átta árum síðar en þá fór boltinn líka strax að rúlla. Nú sendir Joe Frazier honum takt á föstudegi, Herra Hnetusmjör hendir í vers á laugardegi, lagið er tilbúið á sunnudegi og komið í heiminn á mánudegi. Á fimmtudegi eru ljósakrónurnar á Prikinu svo farnar að sveiflast í takt.

Þú getur fylgst með Herra Hnetusmjöri á Facebook, Twitter, Instagram, YouTube og Soundcloud

Spila

Herra Hnetusmjör

Þori að veðja

„Við höfum bara svo ógeðslega gaman af þessu. Þótt við séum að harka þá er aldrei leiðinlegt.“