Við erum til staðar til að leysa úr málum

Í ljósi aðstæðna og fjöldatakmarkana fer bankaþjónusta nú eingöngu fram í gegnum símann og netið.

Nýtum okkur rafrænar lausnir eins netbankann, Landsbankaappið og hraðbankana. Þannig er hægt að leysa fjölmörg erindi á einfaldan og fljótlegan hátt.

Þjónustuverið aðstoðar við alla helstu bankaþjónustu. En þú getur líka pantað símtal frá ráðgjafa og hjá fyrirtækjaþjónustu. Við hringjum þá í þig á þeim tíma sem þér hentar.


Hefur þú spurningar?

Við höfum tekið saman svör við algengustu spurningum um þjónustu okkar. Ef spurningum þínum er ekki svarað þá getur þú alltaf haft samband .

Spurt og svarað fyrir einstaklinga

Spurt og svarað fyrir fyrirtækiNotum símann eða netbankann

Við hvetjum þig til að nota rafræna þjónustu ef þú getur. Ef þú átt snjallsíma eða snjallúr hvetjum við þig líka til að nota snertilausar greiðslur til að forðast snertingu við posa og skiptimynt.

Notaðu símann eða netbankann

Við aðstoðum þegar á reynir

Ef þú lendir í greiðsluerfiðleikum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur strax. Við gerum okkar besta til að koma til móts við þig vegna óvæntra aðstæðna eins og atvinnumissis, veikinda eða annars sem hefur áhrif á fjárhaginn.

Finnum lausnir fyrir þigFinnum lausnir fyrir þitt fyrirtæki

Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau verða fyrir vegna Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika að hafa sem fyrst samband við bankann til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.

Nánar um úrræði fyrir fyrirtæki

Borgaðu með símanum eða úrinu

Við hvetjum þig til að nota rafræna þjónustu ef þú getur. Ef þú átt snjallsíma eða snjallúr hvetjum við þig líka til að nota snertilausar greiðslur til að forðast snertingu við posa og skiptimynt.

Nánar


Lausnir sem nýtast strax

Ef þú ert í greiðsluerfiðleikum núna sem þú sérð fram á að séu einungis tímabundnir bjóðast þér ýmsar lausnir til að brúa bilið til skamms tíma. Flestar lausnirnar, t.d. að hækka kortaheimildir, taka lán, taka út viðbótarlífeyrissparnað eða dreifa greiðslum kreditkortareikninga getur þú nýtt þér strax í appinu eða netbankanum án þess að heimsækja útibú.