Við erum til staðar til að leysa úr málum

Pantaðu tíma sem þér hentar

Samhliða tilslökun á samkomutakmörkunum er þjónusta í útibúum Landsbankans smám saman að færast í fyrra horf. Við hvetjum viðskiptavini engu að síður til að panta tíma til að fá afgreiðslu þegar þeim hentar.

Útibú og afgreiðslur bankans eru opin samkvæmt auglýstum afgreiðslutíma. Til að hægt sé að virða tveggja metra regluna eru viðskiptavinir hvattir til að panta tíma fyrirfram. Með því að panta tíma er hægt að fá enn markvissari þjónustu og sleppa við bið eftir afgreiðslu.

Hægt er að panta afgreiðslutíma í útibúum og Fyrirtækjamiðstöð á landsbankinn.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Panta tíma

Notum símann eða netbankann

Við hvetjum þig til að nota rafræna þjónustu ef þú getur. Ef þú átt snjallsíma eða snjallúr hvetjum við þig líka til að nota snertilausar greiðslur til að forðast snertingu við posa og skiptimynt.

Notaðu símann eða netbankann

Úrræði fyrir einstaklinga

Ef þú lendir í greiðsluerfiðleikum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur strax. Við gerum okkar besta til að koma til móts við þig vegna óvæntra aðstæðna eins og atvinnumissis, veikinda eða annars sem hefur áhrif á fjárhaginn.

Nánar um úrræði fyrir einstaklingaÚrræði fyrir fyrirtæki

Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau verða fyrir vegna Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika að hafa sem fyrst samband við bankann til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.

Nánar um úrræði fyrir fyrirtæki


Lausnir sem nýtast strax

Ef þú ert í greiðsluerfiðleikum núna sem þú sérð fram á að séu einungis tímabundnir bjóðast þér ýmsar lausnir til að brúa bilið til skamms tíma. Flestar lausnirnar, t.d. að hækka kortaheimildir, taka lán, taka út viðbótarlífeyrissparnað eða dreifa greiðslum kreditkortareikninga getur þú nýtt þér strax í appinu eða netbankanum án þess að heimsækja útibú.