Umboðsmaður viðskiptavina

Viðskiptavinir Landsbankans, sem telja á sig hallað í viðskiptum við bankann, geta leitað til umboðsmanns viðskiptavina. Hlutverk umboðsmannsins er að skoða mál sem honum berast af hlutleysi og leita úrlausna.

Viðskiptavinir sem telja sig ekki hafa fengið úrlausn sinna mála hjá bankanum geta leitað til umboðsmanns viðskiptavina. Til að umboðsmaður viðskiptavina geti tekið erindi til skoðunar hjá sér verður það að hafa fengið umfjöllun í Þjónustuveri.

Umboðsmaður viðskiptavina er hlutlaus aðili sem hefur það hlutverk að stuðla að farsælli úrlausn ágreiningsmála milli bankans og viðskiptavina hans. Þjónustuver vísar málum til umboðsmanns í samráði við viðskiptavini, óski þeir þess.

Nánari upplýsingar um hvernig Landsbankinn vinnur úr erindum og kvörtunum.