Rafræn skjöl

Rafræn skjöl

Í netbanka fyrirtækja eru rafræn skjöl aðgengileg í allt að 7 ár. Allir reikningar og greiðsluseðlar birtast í þeirri mynd sem viðskiptavinir þekkja.

Helstu kostir

  • Umsýsla reikninga og skjala verður einfaldari og pappírsnotkun minnkar (þar sem ekkert er prentað og engin umslög notuð).
  • Prentkostnaður og póstburðargjald sparast. Líkt og með rafrænu launaseðlana, má segja að viðskiptaaðilar láti gott af sér leiða með því að stuðla að umhverfisvænum viðskiptaháttum.
  • Greiðendur geta einnig sparað þar sem fyrirtæki geta boðið lægri seðilgjöld og/eða umsýslugjöld. Uppflettingar og útskriftir á afritum reikninga og skjala verður minni á skrifstofum fyrirtækja þar sem greiðendur geta nálgast öll gögn í eigin netbanka.

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið netbanki@landsbankinn.is.