Kröfufjármögnun

Kröfufjármögnun

Viðskiptakröfur eru stærsta eign margra fyrirtækja. Með kröfufjármögnun Landsbankans (e. factoring) gefst fyrirtækjum kostur á lántöku gegn veði í viðskiptakröfum.

Ávinningur fyrirtækja er margþættur

  • Auðveldara að fjármagna vöxt fyrirtækis.
  • Rekstarfé eykst í hlutfalli við aukna sölu.
  • Bætt fjárstreymi.
  • Hægt að greiða birgjum fyrr og ná fram hagstæðari innkaupum.

Kröfufjármögnun Landsbankans hentar þeim fyrirtækjum sem eru með fé bundið í viðskiptakröfum. Kostnaður við þjónustuna ræðst af umfangi, þ.e. fjölda viðskiptavina og hversu hátt hlutfall viðskiptakrafna fyrirtækið ákveður að fjármagna.

Ferlið

  • Kröfuhafi stofnar viðskiptakröfu í netbanka fyrirtækja.
  • Rafrænn greiðsluseðill birtist strax í netbanka greiðanda eða seðill á pappírsformi er sendur til hans í pósti.
  • Allt að 85% af andvirði kröfunnar er greitt inn á veltureikning fyrirtækisins innan 24 tíma frá útgáfu.

Auðvelt að fylgjast með

Í netbanka fyrirtækja er að finna stjórnborð Kröfufjármögnunar með ítarlegu yfirliti yfir kröfuuppgjör, aldursgreiningu krafna, styrkleikaflokkum greiðenda, auk almennra grunnupplýsinga. Notendur hafa þannig forsendur til að greina frekar kröfusafnið og hvaða svigrúm er til lántöku. Notendur hafa fullt aðgengi að innheimtuþjónustu Landsbankans og geta gert alla kröfukerð í kerfinu sjálfvirka. Notandi hefur þannig yfirlit yfir stöðu allra krafna á hverjum tíma og möguleika á því að veita greiðendum sínum greiðslufresti.

Sögulegar upplýsingar

Netbankinn birtir eldri tímabil Kröfufjármögnunar sem nýtast bókhaldi jafnt við afstemmingar og gerð árshluta- og ársuppgjörs. Notendur geta skoðað sögu heildarkrafna, lánshæfra krafna, ráðstöfunarfjárhæða og veittra lánsfjárhæða. Allt eru þetta gagnlegar stjórnendaupplýsingar sem nýtast á margvíslegan hátt innan fyrirtækja.

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.