Dagslokastaða

Dagslokastaða

Í netbankanum er hægt að skoða yfirlit yfir helstu eignir og skuldir fyrirtækis hjá Landsbankanum. Yfirlitin sýna stöðuna eins og hún er í lok síðasta virka dags.

Í eignayfirliti má sjá stöðu allra innlánsreikninga, verðbréfa, greiðslukortakrafa, kröfur á þriðja aðila í innheimtu hjá Landsbankanum, yfirlit yfir bankaábyrgðir sem og aðrar kröfur.


Yfirlit innlánsreikninga, verðbréfa og greiðslukortakrafna sýna:

Hafðu samband og pantaðu kynningu

 • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
 • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.
 • Innstæður á tékkareikningum, á sparisjóðsreikningum og öðrum skammtíma innlánsreikningum.
 • Innstæður á innlendum gjaldeyrisreikningum.
 • Samtölu erlendra útflutningsábyrgða, að því tilskyldu að fullnægjandi skjölum hafi verið skilað til bankans. Kröfur sem bankinn hefur fjármagnað birtast undir liðnum „Seld viðskiptabréf og aðrar skuldbindingar fyrirtækis utan efnahags“.
 • Samtölu á kreditkortakröfum söluaðila. Raðgreiðslusamningar koma ekki fram í samtölunni.
 • Samtölu verðbréfaeignar í vörslu hjá Landsbankanum (VS reikningar).

Kröfur á þriðja aðila í innheimtu hjá Landsbankanum sýna:

 • Samtölu skuldabréfa og víxla í innheimtu hjá Landsbankanum.
 • Samtölu á kröfum í innheimtu hjá Landsbankanum. Ógreiddar kröfur falla út úr samtölunni þegar 30 dagar eru liðnir frá gjalddaga.
 • Samtölu á erlendum kröfum í innheimtu hjá Landsbankanum.

Bankaábyrgðir Landsbankans og aðrar kröfur utan efnahags sýna:

 • Samtölu opinna bakábyrgða, innlendra og erlendra.
 • Samtölu opinna útflutningsábyrgða, þar sem fullnægjandi skjölum hefur ekki verið skilað til bankans.

Skuldayfirlit

Skuldayfirlit birtir beinar skuldir við Landsbankann, kröfur þriðja aðila í innheimtu hjá Landsbankanum, yfirliti yfir seld viðskipabréf og aðrar skuldbindingar fyrirtækisins.

Beinar skuldir við Landsbankann sýna:

 • Heildaryfirdrátt (skuldir) á tékkareikningum, innistæðulausa tékka og vanskil.
 • Samtölu afurðalána, erlendra endurlána, persónuvíxla, eigin víxla, skuldabréfalána og gjaldfallnar innflutningsábyrgðir.
 • Samtölu eftirstöðva skuldabréfa og víxla sem bankinn hefur keypt og fyrirtækið er greiðandi að.
 • Samtölu skulda vegna kreditkorta fyrirtækisins.
 • Samtölu opinna innflutningsábyrgða með greiðslufresti, ef fullnægjandi skjöl hafa borist bankanum. Vanskil koma fram sem bein útlán.

Kröfur þriðja aðila í innheimtu hjá Landsbankanum sýna:

 • Samtölu eftirstöðva skuldabréfa og víxla sem fyrirtækið er greiðandi að og Landsbankinn er með í innheimtu fyrir þriðja aðila.
 • Samtölu erlendra krafna sem fyrirtækið er greiðandi að og Landsbankinn er með í innheimtu fyrir þriðja aðila.

Seld viðskiptabréf og aðrar skuldbindingar fyrirtækis utan efnahags sýna:

 • Samtölu viðskiptaskuldabréfa, viðskiptavíxla og erlendra krafna (kröfukaup), sem fyrirtækið hefur selt bankanum. Útflutningsábyrgðir sem bankinn hefur keypt án endurkröfu eru undanskildar.
 • Ábyrgðir á skuldabréfum og víxlum þar sem fyrirtækið er hvorki greiðandi né seljandi. Sjálfskuldarábyrgðir á viðskiptasamningum annarra. Ennfremur innlendar og erlendar bakábyrgðir bankans.
 • Allsherjarveð, einstök veð t.d. í fasteignum og skipum og ábyrgðarskuldbindingar annarra á skuldum fyrirtækisins.
 • Tryggingar sem eru sameiginlegar með öðrum fyrirtækjum, t.d. innan fyrirtækjasamstæðu. Tryggingarnar geta staðið að baki útlánum til annarra lögaðila.