Eignasafn

Heildarsýn á stöðu eigna

Hafi notandi heimild til að skoða verðbréf birtir netbankinn öll verðbréfasöfn í einu heildstæðu yfirliti sem og yfirlit fyrir einstök eignasöfn. Yfirlitið sýnir á einfaldan hátt markaðsvirði, hagnað/tap, nafnávöxtun, upphafsstöðu viðskipta, innleystan og óinnleystan hagnað miðað við tiltekið tímabil og margt fleira.

Gögnin eru myndræn, á töfluformi, sýna hlutfallslega skiptingu eigna, fjölda hluta, gengi og sögulega þróun. Gögnin eru einnig sýnd á tímalínu þar sem breyta má framsetningu safnsins og sýna allt frá dagsbreytingum til fimm ára breytinga.

Hafi notandi heimild til að stunda verðbréfaviðskipti má framkvæma kaup- og söluaðgerðir beint af yfirlitssíðu eignasafnsins.

Ítarlegri gögn til niðurhals

Hægt er að sækja PDF-yfirlit með hreyfingaryfirliti hvers árs fyrir sig. Yfirlitið sýnir vægi og markaðsvirði sérhvers eignaflokks. Einnig koma fram aðrar hagnýtar upplýsingar er varða dagsetningar, tegund viðskipta, nafnverð, markaðsvirði, greiddan kostnað og greiddan skatt.

Verðbréfaráðgjöf

Hjá Landsbankanum stendur þér til boða fagleg verðbréfaráðgjöf, þér að kostnaðarlausu.

Hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040 eða sendu póst á verdbrefaradgjof@landsbankinn.is.