Stofnun krafna

Stofnun krafna

Í netbanka fyrirtækja er hægt að stofna stakar kröfur og breyta þeim. Kröfurnar stofnast í höfuðbók 66 og birtast því í öllum netbönkum landsins. 

Aðferðir við kröfustofnun eru fjórar talsins:

Stofnun krafna með innslætti í netbanka

Ferlið er einfalt og notendavænt. Kröfuhafi ritar kennitölu greiðanda, gjalddaga (netbankinn stingur upp á eindaga), velur kröfunúmer og ritar loks fjárhæðina. Hægt er að rita tilvísunarnúmer, viðskiptanúmer, prenttexta og skilgreina fjölmarga eiginleika kröfunnar sem varða m.a. greiðsluskilyrði og meðhöndlun vanskila.

Senda inn Excel-skjal með sniðmáti af vef Landsbankans

Kröfuhafi velur milli tveggja sniðmáta; eitt fyrir ólíkar fjárhæðir meðal greiðenda og annað fyrir einsleitar fjárhæðir. Slíkar kröfur taka á sig þær innheimtureglur sem eru forskráðar hjá bankanum í samráði við kröfuhafa.

Nánari upplýsingar um sniðmát

Kröfustofnun - leiðbeiningar

Senda inn textaskrá úr bókhalds- eða upplýsingakerfi

Um er að ræða staðlaða skrá sem flest hugbúnaðarfyrirtæki hérlendis þekkja. Skráin er á svonefndu SI080 formi.

Leiðbeiningar | Sýnidæmi

Nota vefþjónustuna B2B 

Með beintengingu við B2B sendir kröfuhafi Landsbankanum XML-skeyti úr bókhalds- eða upplýsingakerfi. Tæknin býður upp á mikinn fjölda hagnýtra innheimtuaðgerða og -upplýsinga sem m.a. eru mikilvægar fyrir stjórnendur og fyrir ýmis konar greiningar. Sjálf kröfuumsýslan í bókhaldinu er á margan hátt einfaldari með B2B; gagnainnsláttur minnkar, villuhætta er minni og vinnuferlar styttast. Með svonefndri Umboðsinnheimtu í B2B er hægt að stofna kröfur í nafni annars aðila og sýsla með þær án aukalegrar tengingar. 

Nánari upplýsingar um B2B beintengingu

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.